Tískubloggarar í yfirstærð sem eru slá í gegn

Tískubloggarar koma í öllum stærðum og gerðum – rétt eins og konur sem geta verið guðdómlegar, hvaða fatastærð sem þær kjósa að klæðast. Hekla Elísabet tók saman umfjöllun um tískubloggara í yfirstærð sem eru að gera það gott í bransanum, en greinin birtist á Nude Magazine. Hér birtum við brot af umfjöllun Heklu:

Nýlega fór í sölu í Bandaríkjanum fyrsta fatalína rokkprinsessunnar og sjónvarpsstjörnunnar Kelly Osbourne sem ber nafnið „…Stories“. Eitt af meginmarkmiðum Kelly við hönnun og markaðssetningu á línunni var að hver sem vildi gæti fengið að klæðast fötunum óháð stærð og formi. Þess vegna eru þau framleidd í stærðum frá 0-24, en slík fjölbreytni er sára sjaldgæf þegar kemur að fjöldaframleiddum fatnaði.

Það er ekkert leyndarmál að konur í stærð 14 eða yfir eru líklegri til að koma að tómum kofanum í vinsælum fataverslunum en hinar sem grennri eru. Það veldur tískumeðvituðum konum miklum óþarfa leiðindum og sorgum að geta ekki klætt sig eftir eigin smekk einfaldlega vegna þess að hinn almenni markaður býður ekki upp á það. Það er hið argasta leiðindamál að flestar tískuvöruverslanir skuli almennt ekki selja föt í stærri stærðum, og þá tek ég ekki með þær verslanir sem bjóða upp á sérstakar línur fyrir konur í yfirstærð sem samanstanda af mismunandi útfærslum af kartöflupokum, ætluðum að manni virðist til að afmá öll ummerki um líkamsvöxt.

Glatað úrval fyrir íturvaxnar konur er ein möguleg útskýring á því að langflestir tískubloggarar sem eru áberandi í fjölmiðlum eru grannvaxnir og fíngerðir. En sem betur fer eru undantekningarnar til. Tískudrottningar koma að sjálfsögðu í öllum stærðum og gerðum og nokkrar þeirra eru að gera það sérstaklega gott í bloggheimum um þessar mundir. Þær sýna það og sanna að maður þarf ekki að vera mjór til að klæða sig eins og maður vill.

Gabi Gregg (Gabifresh)

sequin-crop-top-boyfriend-jeans-2014

NYDJ-plus-size-skinny-2014

Gabi byrjaði að blogga sem Gabifresh árið 2008 en í dag vinnur hún við það í fullu starfi. Hún er einn af vinsælustu og mest áberandi bloggurunum í þessum flokki. Hún hunsar allar fyrirframákveðnar hugmyndir um hvernig mjúkar konur eiga að klæða sig og fer algjörlega sínar eigin leiðir. Henni líkar illa að klæða af sér vöxtinn, hún klæðir sig bara í það sem henni sýnist og það virðist allt fara henni alveg ótrúlega vel. Fjallað hefur verið um Gabi og bloggið hennar m.a. í Glamour, Teen Vogue, InStyle, The New York Times, Seventeen og Cosmopolitan.

Chastity (Garner Style)

DSC_0188_edited-1

DSC_0419

Chastity er tískubloggari og höfundur bókarinnar The Curvy Girl’s Guide to Style. Hún var að stofna tískuráðgjafarfyrirtæki fyrir konur í yfirstærð þegar hún ákvað að stofna bloggið Garner Style- The Curvy Girl Guide meðfram því en í dag er bloggið hennar aðalstarf. Um Chastity og hennar störf hefur verið fjallað á miðlum eins og Oprah.com, New York Times og Elle Magazine.

Kellie Brown (And I Get Dressed)

TWO Collage

BW_4

Kellie Brown er almannatengill og bloggari frá New York sem elskar leður, varaliti og blúndur. Hún segist vera með persónuleikaröskun þegar kemur að klæðaburði og er hugmyndarík þegar kemur að samsetningum. Hún heldur úti blogginu And I Get Dressed þar sem hún deilir förðunar- og tískuráðum.

Stephanie Zwicky (Le Blog de Big Beauty)

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Hin franska Stephanie Zwicky er með frábæran stíl og góðar hugmyndir sem hún deilir með lesendum sínum. Síðan hennar Le Blog de Big Beauty er gríðarvinsæl, með 25.000 aðdáendur á Facebook. Stephanie hefur hannað línu fyrir konur í yfirstærð í samstarfi við frönsku fataverslunina Jean Marc Philippe. Hún ákvað að hanna vandaðar og sparilegar flíkur sem hún myndi vilja klæðast sjálf þar sem hún taldi að úrvalið af slíkum fötum fyrir konur í stærðum 14 og uppúr væri allt of takmarkað.

Allison Teng (Curvy Girl Chic)

DSC_4783editedcopy

DSC_3435editedps

Allison Teng er penninn á bakvið bloggið Curvy Girl Chic sem hún stofnaði árið 2009. Hún segist vera kaupalki og skófíkill með veikleika fyrir leðurjökkum og háum hælum. Að auki þykja henni buxur vera ofmetnar. Á blogginu deilir Allison myndum, umfjöllunum um vörur og allskyns tísku- og verslunarráðum.

NUDE logo

 

Hér birtist brot úr umfjöllun, en lesa má alla greinina á Nude Magazine

SHARE