Tók sitt eigið líf eftir einelti og nauðgun

Hin 15 ára gamla Cassidy Trevan frá Melbourne í Ástralíu, tók sitt eigið líf eftir að hafa lent í grimmilegu einelti og hópnauðgun sem átti sér stað þegar hún var aðeins 13 ára.

 

Cassidy skrifaði svakalegt og átakanlegt sjálfsvígsbréf sem hún skildi eftir sig. „Ég heiti Cassidy Trevan og mér var nauðgað,“ skrifaði hún í bréfið. „Ég var nemandi í —–skóla (nafn skólans var falið) og mér var nauðgað af nemendum sem enn eru í skólanum. Markmið mitt er að vara annað fólk (nemendur aðallega og foreldra líka) við því sem gerðist. Ég óttast það að nemendurnir muni gera það sama við einhverja aðra nemendur eins og mig, eða allavega að reyna það. Ef einhver reynir að gera þetta við einhvern, treystu mér, það er best að berjast! Berjast! Ef þú gerir það ekki muntu sjá eftir því, það sem eftir er, eins og ég. Þú getur það! Farðu varlega. Vertu örugg!“

Sjá einnig: Þau tala um eineltið sem þau hafa lent í

Hópnauðgunin var tilkynnt hjá Dandenong lögreglunni en Cassidy gaf aldrei formlega skýrslu því hún var hrædd um gerendurnir myndu hefna sín á henni. Þótt Cassidy og mamma hennar hafi hitt lögregluna meira en 20 sinnum á tveggja ára tímabili, var málið fellt niður vegna skorts á sönnunargögnum.

Óklárað bréf Cassidy fannst á tölvu hennar eftir andlát hennar. Mamma hennar, Linda, deildi bréfinu með fréttastöð og einnig á Facebook.

 

teen-girl-wrote-note-raped-school-bullies-cassidy-trevan-13a

Linda skrifaði á Facebook hjá sér:

teen-girl-wrote-note-raped-school-bullies-cassidy-trevan-12a

 

Cassidy og kærasti hennar, Luke.

teen-girl-wrote-note-raped-school-bullies-cassidy-trevan-10

SHARE