Trúðar hrella almenning um allt Bretland

Lögreglan í Bretlandi hefur varað hrekkjalóma, sem klæddir eru í trúðabúninga, um að láta af gjörningum sínum því annars eiga þeir á hættu á því að vera handteknir.

Sjá einnig: Ert þú hrædd/ur við trúða?

Fólkið er að klæða sig upp í trúðabúninga, stökkvandi út úr runnum, hlaupandi á eftir fólki og þar með að reyna að hræða líftóruna úr þeim.  Trúðarnir láta sér ekki nægja að hræða fullorðna og hafa borist tilkynningar þess efnis að þeir hræði börn sem eru á leiðinni í og úr skóla.

Svo virðist sem trúðarnir hafi fengið innblástur sinn frá Bandaríkjunum en þaðan hafa líka borist fréttir af keimlíkum hrekkjum. Fólk er byrjað að segja að það muni halda sig innandyra fram yfir hrekkjavöku og aðrir segja að börn þeirra séu hrædd við að fara að sofa af ótta við að trúðarnir komi og hrekki þau á nóttunni.

Lögreglan er farin að hvetja fólk til þess að tilkynna hrekkina og segja að þau myndu ekki hika við að handtaka trúðana. Þeim myndi ekki finnast það eins fyndið.

 

39428EF900000578-3829942-In_Manchester_these_two_people_dressed_as_clowns_were_spotted_by-a-54_1476104119085

Hér er kort sem sýnir hvar tilkynnt hefur verið um trúðahrekki á Bretlandi

39436F2000000578-3829942-image-a-73_1476108328392

 

SHARE