Tryllt bananakaka með súkkulaðibitum

Það má nú aðeins leyfa sér eftir langa helgi, ekki satt? Þessi dásamlega kaka er einföld og fljótleg – hún hentar vel til þess að leyfa börnunum að spreyta sig í eldhúsinu. Uppskriftin er fengin af Gulur, rauður, grænn & salt. 

IMG_2520

 

Tryllt bananakaka með súkkulaðibitum

2 dl sykur
2 tsk vanillusykur
3 egg
2 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
100 g smjör, mjúkt
2 bananar, stappaðir
100 g suðusúkkulaði, t.d. frá Nóa Síríus

  1. Þeytið sykur, vanillusykur og egg saman með gaffli þar til blandan er orðin létt í sér.
  2. Blandið þá hveiti og lyftidufti út í og hnoðið síðan smjörið saman við.
  3. Bætið stöppuðum bönunum og söxuðu súkkulaðinu að lokum saman við allt.
  4. Setjið því næst deigið í form og bakið við 175°c í um 50 mínútur. Stingið prjóni í miðju kökunnar til að athuga hvort hún sé fullbökuð.
SHARE