Tveir óútkomnir stórsmellir frá Beyoncé eru komnir á netið í fullri útgáfu, en brot úr báðum verkum láku á netið fyrr í þessari viku. Hvorugt lagið er að finna á YouTube og virðist teymi sjálfrar Beyoncé vera önnum kafið við að hrekja, elta og afturkalla smellina 7/11 og Ring Off af YouTube. Tenglar rísa og falla og útgáfustríðið á netinu virðist hafið.

Báða smellina verður að finna á rétt óútkominni platínuútgáfu Beyoncé, sem mun einfaldlega bera heitið Beyonce Platinum Edition Box Set en þrátt fyrir að smellirnir séu gerólíkir að gerð, bera þeir báðir óneitanlega sterkan keim af sjálftitlaðri útgáfu Beyoncé – Visual Album – sem kom út á síðasta ári.

Smellinn 7/11 má heyra hér í fullri útgáfu, en um hip-hop smell er að ræða með partýívafi en brot úr textanum hljóða:

Sweatin’ on my blow out / I’m fresher then you

Hér má hlýða á Ring Off í fullri lengd en 7/11 má heyra fyrir neðan: 

Hér má hlýða á 7/11 í fullri lengd: 

 

Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.

SHARE