Tvíburasystur hafa eytt 26 milljónum í aðgerðir til þess að líta eins út – Sofa hjá sama manninum

Tvíburasysturnar Anna og Lucy DeClinque eru afar nánar. Vægt til orða tekið. Þær hafa eytt heilum 26 milljónum í lýtaaðgerðir til þess að öðlast samskonar útlit – það dugði þeim ekki að vera keimlíkar tvíburasystur, heldur vildu þær vera nákvæmlega eins. Hafa systurnar gengist undir aðgerðir bæði á andliti og líkama og eru svo áþekkar að foreldrar þeirra þekkja þær vart í sundur.

Sjá einnig: Níræðar tvíburasystur: Hafa verið óaðskiljanlegar alla tíð

Identical-twin-boob-jobs-223063

Systurnar gera allt saman. Og hafa verið óaðskiljanlegar allt frá unga aldri. Þær vinna saman, búa saman, klæða sig eins og eyða, að eigin sögn, hverri einustu mínútu í návist hvor annarrar. Þær deila meira að segja kærasta.

Við eigum einn og sama kærastann og sofum öll í sama rúmi. Við stundum kynlíf öll saman.

Aðspurðar segjast þær hafa nákvæmlega sama smekk á karlmönnum og þess vegna henti þetta fyrirkomulag þeim prýðilega. Svona haldi þær friðinn og forðist rifrildi.

Identical-twins-plastic-surgery-223064

Sjá einnig: Síamstvíburar fundu ástina í sama manni

SHARE