Uppáhalds kakan hennar Heiðrúnar – Frönsk súkkulaðikaka

SHARE

Frönsk súkkulaðikaka að hætti Heiðrúnar.

2 dl sykur

4 egg

200 gr smjör

200g suðusúkkulaði

2 dl hveiti

Eggin og sykurinn eru þeytt saman þar til blandan er létt og ljós. Smjörið og suðusúkkulaðið er brætt í örbylgjuofni eða yfir vatnsbaði og helt útí eggjablönduna í mjórri bunu. Vinnið vel saman og bætið hveitinu við.

Bakið við 180°c í 35-40 mínútur.

Krem

175 g suðusúkkulaði

70 g smjör

2 msk sýróp

Bræðið smjörið og súkkulaðið saman.  Bætið sýrópinu við og hellið yfir volga kökuna.

Berið kökuna fram volga með rjóma eða ís

SHARE