Úrslitin hafa verið kynnt í keppninni um flottasta hótelherbergið, sem Fosshótel Lind stóð fyrir í tengslum við Hönnunarmars. Þar áttust við fjögur tveggja manna lið, allt útskrifaðir hönnuðir úr Listaháskóla Íslands. Þema keppninnar var ÍSLAND og fengu keppendur frjálsar hendur um kaup á efnum og húsgögnum.

Vinsælasta herbergið, að mati almennings var Hrafntinna, sem þær Sólveig Gunnarsdóttir og Guðný Pálsdóttir hönnuðu en að mati dómara var það herbergið Andstæður Íslands sem þótti bera af. Það herbergi var í höndum þeirra Ylfu Geirsdóttur og Hörpu Björnsdóttur.

Dómnefnd skipuðu þeir, Björn Skaptason Arkitekt, Davíð T Ólafsson Framkvæmdarstjóri Íslandshótela og Greipur Gíslasson verkefnastjóri Hönnunarmars.

foss-hrafntinna-1-
Vinsælasta herbergið Hrafntinna.
foss-andstaedurislands-1-
Vinningsherbergið Andstæður Íslands

Þóra er keramikhönnuður og starfar sem slíkur á vinnustofu sinni í Hafnarfirði ásamt pistlaskrifum og kennslu. Þóra reynir að tileinka sér umhverfisvæna mannasiði á sem flestum sviðum og notar t.d. sem náttúrulegust hráefni í hönnun sína. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og ytra ásamt því að hafa komið að rekstri tengdum heilsu og hönnun.

SHARE