Vantar þig kúr? – Þá skaltu fara í kúrugrúppuna

cuddle kur

Þann 28. júlí stofnaði Hermann Þór Sæbjörnsson Kúrufélaga Grúbbuna á Facebook. Í dag eru um 840 meðlimir á síðunni og fer hún ört vaxandi.

Við spurðum Hermann Þór hvað hefði orðið til þess að hann stofnaði grúppuna. „Ég fékk hugmyndina þegar ég var á „andvaka síðunni“ á Facebook. Ég hafði verið með einhverjar svona pælingar og félagi minn, sem er með mér með síðuna, hvatti mig til að stofna hana, segir Hermann.

Sjálfur segir Hermann að hann hafi ekki fengið kúr í gegnum síðuna en fólk hafi haft samband við hann til að þakka honum fyrir að stofna síðuna, vegna þess að þeir einstaklingar hafa fengið kúr og jafnvel stefnumót í gegnum síðuna.

Það eru nokkrar reglur sem gilda á síðunni og þær eru eftirfarandi:

1. Taka verður fram aldur (eða í skilaboðum) og hvernig kúr fólk sé að biðja um (svo það verði engin misskilningur)
2. Allur dónaskapur er ekki liðin hér á síðunni og verður eytt.
3. Grínauglýsingum verður eytt.

4. Ef einhver verður var við dónaskap eða einelti má tilkynna það til „admin“ og aðilinn verður áminntur eða eytt útúr grúppunni.
5. Allar ábendingar eru velkomnar ef fólk veit um manneskjur sem ættu ekki að vera í grúppunni t.d. dæmdir barnaníðingar og þannig brot 

Takk fyrir að gera þetta að frábærri kúrgrúppu – Kúr læknar einmannaleikann

Þessi grúppa er hugsuð fyrir kúr með eða án kynlífs og ef deit eða vinátta, jafnvel sambönd kvikna, þá er það bara snilld  
NEI þýðir NEI og nauðgun er glæpur og ofbeldi líka.

Kúrgrúppan er fyrir alla, hvaða kyn sem þeir aðhyllast.

10450439_10152314999976723_7965236846629467342_n

SHARE