Var sagt upp vegna húðflúrs síns

Claire Shepherd (27), frá Swansea, fór í starfsviðtöl í gegnum síma og var ráðin til starfa hjá heildsölufyrirtækinu Dee Set. Hálftíma seinna var ráðningin dregin til baka og var ástæðan sú að Claire er með húðflúr á handarbaki sínu.

Claire setti inn færslu á Facebook þar sem hún sagði alla sólarsöguna:

asfagasgg

 

 

Færslan hennar Claire fór á flug og í kjölfarið var henni boðin vinnan aftur. Hún hafnaði því.

Sjá einnig: 12 hrikalega STÓR húðflúr

 

„Þau sáu flúrin mín og sáu að þau væru ekki dónaleg. Ég held samt að þeir hefðu ekki boðið mér starfið aftur ef ég hefði ekki sett þetta á Facebook. Við erum öll einstaklingar og húð fólks á ekki hafa áhrif á starfsframa þeirra. Ég er glöð að þeir sáu að þeir hefðu gert mistök og haft vilja til að leiðrétta þau, það er framför. Það er mín skoðun að húðflúr hafa ekki áhrif á getu þína til að sinna starfi þínu né skaða þau ekki neina aðra. Þetta er bókstaflega litur eða mynd á húðinni þinni.“

 

SHARE