Vegan hamborgarar – Uppskrift

VEGAN hamborgara patties

 

Þú þarft:

*Blandaðar baunir (eða baunir að eigi vali)
*2 msk Hummus
*½ scarlott laukur
*4 ferskar döðlur
*Hálfan bolla vatnsbleytt chia fræ
*Krydd
*Nokkrir dropar Worchester sósa
*1-2msk oyster sauce

*1 bolli Havre fras morgunkorn
*5 msk Hafrar
*5 msk möluð hörfræ
* 1 msk olía (optional)

 

Aðferð:

Notaðu blandara eða matvinnsluvél. Settu baunirnar (soðnar)
í blandarann fyrst, gott er að bæta síðan helming innihaldsefnanna
fyrst og blanda, bæta svo restinni svo það gangi betur að blanda.
Þú gætir þurft að stoppa blandarann við og við og hræra.
Það er ekki nauðsynlegt að nota bæði morgunkornið og hafrana,
ef þið eigið bara annað hvort, endilega notið þá það sem þið eigið.

Einnig er hægt að bæta meiri sósu út í, eða BBQ sósu við blönduna.
Þegar blandan er orðin vel þykk notið þá skeið til að færa yfir á
olíuspreyjaða pönnu.
Hafið pönnuna á miðlungs hita, ekki of heita, það tekur tíma að elda
þetta í gegn svo það detti ekki allt í sundur.

Síðan er það bara að velja sér innihald á heilhveiti hamborgarabrauðið (ég var að sjá þannig frá Bónus)

og skella þessu góðgæti í sig !

SHARE