Vegan: Haustsúpa með kartöflum og kjúklingabaunum

Á CafeSigrun má finna fullt af hollum uppskriftum, sem innihalda ekki hvítt hveiti, ger eða hvítan sykur. Þessi æðislega haustsúpa er vegan og svakalega góð! 

1 stór laukur
2 hvítlauksrif
1 gulrót
350 g kartöflur
1 msk kókosolía
0,5 tsk turmeric
0,5 tsk garam masala
0,5 tsk karrí, milt
400 g saxaðir tómatar (ferskir eða úr dós)
850 ml vatn
2 gerlausir grænmetisteningar
0,5 tsk rautt karrímauk (meira eftir smekk)
400 g kjúklingabaunir í dós
85 g frosnar, grænar baunir (þessar litlu sætu sem heita peas á ensku)
Salt (Himalaya- eða sjávarsalt)
Svartur pipar eftir smekk
Ferskt coriander, nokkur lauf (má sleppa)

 

Aðferð:

  1. Afhýðið lauk og hvítlauk og saxið mjög smátt.
  2. Skrælið kartöfluna og gulrótina. Skerið kartöfluna í mjög smáa bita og gulrótina í sneiðar.
  3. Hitið kókosolíuna ásamt smá vatni í stórum potti á meðalhita. Bætið lauknum út í pottinn ásamt hvítlauknum og hitið í 3-4 mínútur eða þangað til laukurinn er farinn að mýkjast. Ekki láta hann brúnast.
  4. Bætið gulrótum, kartöflum, turmeric, garam masala og karríi saman við laukinn og hvítlaukinn og hitið í nokkrar mínútur.
  5. Bætið tómötunum, vatninu, grænmetisteningunum og karrímaukinu saman við ásamt svolitlu salti.
  6. Minnkið hitann og setjið lokið yfir. Hitið í 30 mínútur.
  7. Bætið kjúklingabaununum og grænu baununum út í og hitið í um 15 mínútur.
  8. Smakkið til súpuna með salti og pipar og meira af karrímaukinu ef þið viljið.
  9. Skreytið með söxuðum corianderlaufum.

 

SHARE