„Venjuleg Barbie” með slitför, bólur og appelsínuhúð á markað

Barbie dúkka með slitför, húðflúr, freknur og sjáanleg ör er komin á markað og hún hefur þegar slegið í gegn.

.

enhanced-buzz-wide-20733-1416409083-7

.

Ekki eru það framleiðendur Mattel sem hafa sett hina betrumbættu Barbie á markað heldur stendur vöruhönnuðurinn Nickolay Lamm að baki hugmyndinni. Ástæðuna segir hann vera þá að litlar stúlkur og drengir eigi rétt á raunhæfum fyrirmyndum sem líkjast eðlilegum konum í daglegu lífi, en ekki afbakaðri mynd af því hvað samfélagið telur æskilegt og kvenlegt.

.

longform-original-12347-1416354515-34

.

Fyrr á þessu ári setti Lamm á markað Barbie dúkku með heilbrigð líkamshlutföll dæmigerðar 19 ára stúlku í kjörþyngd en sú dúkka nefnist LAMMILY, en hér má sjá LAMMILY við hlið Barbie:

.

enhanced-20738-1416410095-9

.

Og nú hefur Lamm sett á markað „betrumbætta Barbie”, sjálfa Lammily, sem kemur útbúin með límmiðapakka sem gerir börnum kleift að setja slitför á maga Barbie, skreyta andlit hennar með freknum, bæta appelsínuhúð aftan á lærin; hægt er að láta dúkkuna vera með sjáanleg ör og svo má aftur bæta húðflúrum á hana að vild.

.

longform-original-11969-1416354471-11

.

Það er von Lamm að með þessu móti megi börn læra hvað er átalið eðlilegt og náttúrulegt og segist hann vona með þessu að hin „nýja og betrumbætta Barbie” geti orðið börnum hollari fyrirmynd en fyrirrennari hennar, sem er ekki bara lýtalaus í útliti sem dúkka, heldur með líkamshlutföll sem eru í hrópandi ósamræmi við hefðbundinn vöxt kvenna.

.

grid-cell-16307-1416411461-4

.

Lamm segist einnig vilja gera Lammily eins raunverulega og hægt er, þar sem litlar stúlkur slasist við leik jafnt og drengir og beri því ör, að slitför sem myndist við vaxtarbreytingar á gelgjuskeiði og vaxtarkippi séu allt óhjákvæmilegur hluti af því að þroskast. Tískuleikföng eigi að endurspegla raunveruleg gildi, en ekki sýndarveruleika.

Í viðtali við BuzzFeed News sagðist Lamm vilja sýna fram á fjölbreytileika fegurðar.

Allar tískudúkkur eru nákvæmlega eins í útliti! Mig langaði að gefa þeim raunhæfa yfirhalningu!

Hér má sjá kynningarmyndband sem sýnir viðbrögð barna við hinni nýju Lammily:

SHARE