Þessi svakalega girnilega súpa er frá Eldhússystrum. Mælum eindregið með því að þið prófið hana!

 

Vetrarsúpa Binna
Fyrir minnst 8 – má auðveldlega helminga.

800 ml Passeraðir tómatar (Helst Polpa, Mutti eða Zeta)
2 msk tómatpúrra
1 flaska Heinz Chili sósa
2-3 teningar kjúklingakraftar eftir smekk
4 gulir laukar, gróft hakkaðir (Helst blandaðir laukar: rauðlaukur, schallots etc)
6 gulrætur
8 kartöflur
1.5 líter vatn
400 gr bacon
Salt og pipar
5-6 hvítlauksrif
Olía til að steikja
2 bollar rauðvín
1 líter matreiðslurjómi

Skera niður grænmeti og bacon gróft í minni bita. Gulrætur og kartöflur í stærri bita. Steikja allt saman í stórum potti með hvítlauk, salti og pipar þar til laukurinn er orðinn mjúkur.

Bæta við vatni, tómötum, púrru, rauðvíni og chilisósu. Látið malla í 1 til 1.5 tíma (mikilvægt að skera ekki suðutímann við nögl, sérstaklega út af rauðvíninu). Bæti við matreiðslurjómanum siðasta kortérið.

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.

SHARE