Vikumatseðill – Snarl, kjúklingalasagna og fleira

Við þekkjum öll umræðuna um það „hvað á að vera í matinn í kvöld“ og hversu leiðinleg þessi umræða getur verið. Ein aðferð til þess að sporna við því að þurfa að ræða þetta aftur og aftur, er að gera matseðil fyrir alla vikuna sem hægt er að fylgja. Þá sleppur þú við að taka þessa ákvörðun á hverjum degi og kemst líka hagstæðar frá matarinnkaupunum.

Hér er matseðill 11. -18. ágúst 2014
Mánudagur:

Snarl-dagur

Kaupið tvær skyrdósir, 2 epli, 2. kiwi, poka af vínberjum, frosna ávexti í poka og Bónusdjús.

Kvöldmaturinn í dag er einfaldur:

Boozt
Flatkökur
Niðurskornir ávextir

Þriðjudagur:

Hrikalega fljótlegur og góður fiskréttur

Hráefni:

Cirka 800 grömm ýsa
Hrísgrjón
1/2 laukur
1 rauð paprikka
Sveppir
Broccoli
Karrý
Salt
Pipar
Smá hvítlaukssmjör
Rifinn ostur

Aðferð:

Ýsan sett í eldfast mót og örlitlu af salti og pipar stráð yfir. Sjóðið hrísgrjón og broccolí í léttsöltu vatni, kælið og setjið ofan á fiskinn. Látið lauk, sveppi og papriku malla í örlitlu hvítlaukssmjöri. Hellið því svo yfir hrísgrjónin og stráið rifnum osti yfir. Bakið við 180 – 200 gráður í 20 mínútur.

Borið fram með fullt af salati!

Miðvikudagur:

gfsgfdsgbfdshbfdsfdshb

Grænmetisbuff með mangósósu

2 bollar hvítbaunir, soðnar
1/2 bolli haframjöl
1 bolli hýðishrísgrjón, soðin
2 msk hrátt cous cous
1 paprika
2 sellerístilkar
100 g sveppir
3 msk olía
2 msk timian
1 msk rósmarín
sjávarsalt
pipar

Aðferð:

Allt grænmeti saxað niður og steikt í olíu og kryddað. Öllu hrært saman og mótuð buff.
Bakað í 25 mínútur við 180°C

Mangóssósa: 

200 g frosið mangó
1/2 rauð paprika
ca. 1 cm engifer
sjávarsalt
pipar

Aðferð:
Látið mangóið þiðna aðeins og svo er allt maukað í matvinnsluvél
Smakkað til með kryddi.

Fimmtudagur:

Kjúklingalasagna 

500 gr brytjaður kjúklingur
1 dós (16 oz) niðursoðnir tómatar456123941561
1 dós (6 oz) tómat púrra
1 ½ msk söxuð steinselja
1 ½ tsk salt
1 tsk basil
u.þ.b. 200 gr Lasagna plötur
2 dósir kotasæla, hrein
1 egg, slegið saman
¼ tsk pipar
180 gr Mozzarella ostur
¼ bolli Parmesan ostur

Setjið kjúklinginn á meðalheita pönnu og leyfið honum að brúnast í nokkrar mínútur. Setjið niðursoðnu tómatana, tómatpúrruna, ½ tsk af steinseljunni og 1 tsk af saltinu í blandara og hrærið vel saman. Hrærið blöndunni saman við kjúklinginn á pönnunni og látið malla í u.þ.b. 20 mínútur.
Blandið saman í skál afganginum af steinseljunni, afganginum af saltinu, kotasælunni, egginu og pipar.
Setjið nú allt í eldfast mót. Fyrst kjúklinginn, þá kotasælublönduna , mozzarella ost, og síðan lasagna plöturnar, aftur kjúkling og síðan parmesan ost.
Mjög gott er að geyma í ísskáp yfir nótt áður en eldað en ekki nauðsynlegt.
Setjið í 190° heitan ofn og eldið í 30 mínútur. Látið standa í 10 mínútur áður en borið fram.

Föstudagur:

Speltpizza með áleggi eftir smekk hvers og eins

Speltpizza 

300 gr spelt
3 tsk lyftiduft
½ tsk salt
1 msk oregano
2 msk ólífuolía
2 ½ dl AB-mjólk eða vatn

Speltið má vera fínt eða blanda af grófu og fínu.

Blandið spelti, lyftidufti, salti og kryddi saman og seinast olíunni saman við. Vatnið eða AB-mjólkin kemur síðust.

Hrærið degið þannig að passlega blautur massi fæst og hnoðið það síðan en samt eins lítið og hægt er því botninn gæti orðið seigur af lyftiduftinu.

Fletið út, setjið á bökunarplötu og setjið sósu og ykkar uppáhaldsálegg á. Bakist í ca. 20 mínútur á 200°

Þessi uppskrift nægir í ca. tvær 14″ pizzur

Laugardagur:

Miso sjávarrétta súpa

Yndisleg súpa fyrir þenna tíma, byrjað að vera kalt úti og gott að hlýja sér á einhverju hrikalega bragðgóðu en lágu í hitaeiningum.

Þú þarft:
Kjúklingasoðsupa-600x400
Miso pakkningu
Ferskan engifer
Sjávarfang (rækjur, reyktan lax)
Tofu
Gulrætur eða annað grænmeti
Hvítlauk
Rice noodles
Pipar

Aðferð:
Kjúklingasoðið fer í pott, misó bréfið útí, gott að skræla niður gulræturnar og smeyja þeim út í svo þær verði aðeins mjúkar á meðan soðið sýður. Skrælið niður engifer og hvítlauk smátt og hendið út í soðið. Bætið við því grænmeti sem þið eigið í ísskápnum, má vera hvað sem er, frábært að geta tæmt grænmetisskúffuna. Hrísgrjónanúðlur fara með í soðið, taka stuttan tíma að verða mjúkar.
Því næst skalt þú bæta tofu brytjuðu niður í kubba út í, rækjum og reyktum lax (reykti laxinn gefur mikið og gott bragð)

Látið krauma á l

SHARE