„Vildi að ég hefði sagt nei við að svara þessum spurningum“

Björgvin Páll Gústavsson fæddist á Hvammstanga og ólst upp í Kópavogi. Hann hefur alltaf verið mikið í íþróttum og spilað með íslenska landsliðinu í handknattleik en spilar nú með Bergischer HC.

Björgvin skellti sér í Yfirheyrsluna hjá okkur

Fullt nafn: Björgvin Páll Gústavsson

Aldur: 28 ára

Hjúskaparstaða: Giftur

Atvinna: Handknattleiksmaður og eigandi S08 ehf.

Hver var fyrsta atvinna þín? Garðavinna með uppeldisföður mínum

Mannstu eftir einhverju ákveðnu tískuslysi frá unglingsárunum? Gekk í gúmmístígvélum langt fram yfir stígvélaaldurinn

Áttu leyndarmál sem mun fylgja þér til grafar? Nobs

Hefurðu farið hundóánægð/ur úr klippingu og sagt ekki neitt við klipparann? Nei klipparinn minn hún Svava hjá Wink er með allt á hreinu og búinn að klippa mig síðan ég var lítill… þannig að þar klikkar ekkert!

Kíkirðu í baðskápana hjá fólki sem þú ert í heimsókn hjá? Nei en ég geri alltaf ráð fyrir því að mínir gestir geri það

Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í? Þegar ég ætlaði að reyna einhverna langa sniðuga sendingu afturfyrir mig í léttum æfingarleik í handbolta… Sú sending endaði í hausnum á leikmanni í mínu liði sem stóð metra frá mér…

Í hvernig klæðnaði líður þér best? Annaðhvort ber að ofan í joggingbuxum heima eða “Up-Suit-aður” og helst upp dressaður af Vigni í Kultur Men

Hefurðu komplexa? Hhmmm… Nei held ekki

Hver er besta setning eða orðtak sem þú hefur heyrt? Ef þú trúir ekki á sjálfan þig þá trúir enginn á þig

Vefsíðan sem þú skoðar oftast? Æji þetta þarna Facebook dæmi

Seinasta sms sem þú fékkst? Überragend! Danke!

Hundur eða köttur? Hundur

Ertu ástfanginn? Upp fyrir haus af bæði konunni minni Karen og nýja krílinu okkar Emmu

Hefurðu brotið lög?  Já alveg pottþétt! En man bara ekki eftir neinu í augnablikinu sem vert er að nefna

Hefurðu grátið í brúðkaupi? Jebbs… í mínu eigin… Bæði vegna fallegra giftingarheita frá konunni og úr hlátri yfir Jóhanni bróður hennar sem var veislustjóri

Hefurðu stolið einhverju?  Á það til að stela helling af fríum tannstönglum á Subway þegar ég fer þangað

Ef þú gætir breytt einu úr fortíðinni hvað væri það?  Að ég hefði sagt nei við að svara þessum spurningum vegna þess að ég er að svara þeim í rútuferð með liðinu og fer að verða bílveikur að því að skrifa svona mikið á iPhone-inn

Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun? Brúnan, gráhærðan og að segja einhverjum ungum frá því hvað ég var góður í handbolta.

SHARE