Þetta myndbrot vakti athygli okkar hér á Hún.is og vonum við svo sannarlega að honum takist að klára myndina! Baldvin Zóphoniasson hefur verið að vinna að því að gera heimildarmynd um Reyni og setti þetta á Facebook-síðuna sína.

Kæru feisbúkk vinir, mig langar að gera tilraun. Ég er að klára fjármagna heimildarmynd, mynd sem ég hef verið að vinna að í mörg ár. Heimildarmyndin er um Reyni sterka, ótrúleg saga manns sem fáir þekkja, margir kannast við og flestir eru búin að gleyma. Ég er á síðustu metrunum í fjármögnun og vantar ekki mikið til þess að klára. Ef þið vitið um eða eruð fólk með smá extra cash og vilja til þess að gerast meðframleiðandi, fjárfestir eða styrkja verkefnið þá megið þið hafa samband við mig í einkaskilaboðum eða á email baddiz@gmail.com

https://www.facebook.com/photo.php?v=10151913152872202&set=vb.551022201&type=2&theater

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.

SHARE