Nokkrir karlmenn voru spurðir að því hvað það væri sem væri mest óþolandi við konur og birti Redmag niðurstöðurnar sem eru frekar athyglisverðar

Fylgihlutirnir

„Rúmið okkar er fullt af púðum sem hún vill að ég stafli snyrtilega á stól á hverju kvöldi. Stundum, meira að segja, tekur hún púðana af mér ef ég er að fá mér blund því þessir púðar „eru ekki til að sofa með“ en ég hugsa bara að púðar séu í rúminu til að hvíla sig á þeim.“

Flakkar á milli stöðva

„Ég fíla ekki The Real Housewifes, en ég fíla konuna mína, svo ég samþykki að horfa á þáttinn með henni. En hún horfir alltaf á marga þætti í einu á mismunandi stöðvum og ef ég spyr að einhverju horfir hún á mig eins og ég sé hálfviti. Einhvernveginn tekst henni að fylgja þremur söguþráðum eftir, og ég get ekki einu sinni fylgst með hvað er að gerast í einum af þessum þátttum.“

Þegar hún spyr hvort hún sé feit

„Alltaf þegar kærastan mín spyr mig hvort hún sé feit, fer maginn á mér í hnút. Það skiptir engu hvað ég segi, henni mun ekki líða betur með sig. Ég þoli ekki að hún sé svona óánægð með sig þegar mér finnst hún gullfalleg.“

Þegar hún lætur eins og mamma hans

„Mér finnst óþolandi þegar konan mín segir mér að bera á mig sólarvörn. Einu sinni var ég að spila fótbolta með nokkrum vinum í lautarferð og hún kom hlaupandi út á völlinn með sólarvörn. Ég elska og kann að meta það að hún er að hugsa um mig en stundum kemur hún fram við mig eins og eitt af börnunum okkar og ekki eins og fullorðinn mann.“

Baktalið

„Alltaf þegar unnusta mín fer út með einni vinkonu sinni kemur hún heim og byrjar um leið að kvarta yfir henni við mig. Þegar ég spyr hana af hverju hún sé að hitta hana, þá horfir hún á mig eins og ég sé klikkaður. Karlmenn eiga ekki vini sem þeir eru alltaf að kvarta yfir, þeir eiga bara vini og óvini, það er ekkert flókið.“

Sökkva sér í drama

„Einu sinni var konan mín að velta sér endalaust upp úr því hvað Kyle hafði gert. Ég hlustaði og hélt allan tímann að við værum að tala um mann sem heitir Kyle sem var að vinna með konunni minni. Þegar við vorum búin að ræða þetta í smá tíma kom í ljós að við vorum alls ekki að tala um hann heldur Kyle í The Real Housewifes. Henni var svo mikið niðri fyrir að ég áætlaði bara að þetta væri alvöru manneskja en ekki einhver persóna úr sjónvarpsþætti.“

Lélegt tímaskyn

„Þegar kærastan mín segir við mig „ég er á leiðinni“ getur það þýtt að hún er að keyra inn í innkeyrsluna eða þá að hún sitji enn við skrifborðið í vinnunni sinni og eigi að mæta á fund eftir 10 mínútur. Það er alveg þess virði að bíða eftir henni en ég vildi að hún gerði sér grein fyrir hvort hlutirnir taki nokkrar mínútur eða hálftíma. Ef ég er með nákvæmari tímasetningu þá er ég að minnsta kosti ekki að horfa á hurðina á 2 sekúndna fresti eins og særðu hvolpur.“

Borðar matinn hans

„Konan mín hefur lúmska stjórn yfir því hvað ég panta mér á matsölustöðum og oftar en ekki endar með því að hún potar í matinn sinn og segir svo að minn matur sé miklu girnilegri. Þá enda ég kannski með gufusoðinn lax með grænmeti meðan hún gæðir sér á steikinni minni.“

Skemmir sögur

„Stundum, þegar ég er að segja sögu, stoppar kærastan mín mig í miðri sögu og segir „nei þetta var ekki þegar þú varst í 7. bekk heldur þegar þú varst í 9. bekk“ og yfirleitt hefur hún alveg rétt fyrir sér. Við þekktumst ekki í uppvextinum en samt getur hún stundum hankað mig á svona smáatriðum. Það er allt í lagi en ég væri til í að hún myndi ekki segja svona hluti fyrir framan vini okkar og láta mig líta illa út.“

Ganga í óþægilegum skóm

„Hún er alltaf að kvarta yfir því hvað skórnir hennar meiða hana mikið. Karlmenn gera það ekki. Ef skórnir meiða okkur, förum við úr þeim og skilum þeim. Konur kaupa sér hiklaust óþægilega skó og hugsa sig ekki tvisvar um.“

 

SHARE