1. Ef við lærum af mistökum okkar, af hverju erum við þá svona hrædd við að gera mistök?

2. Ef meðalævi mannsins væri 40 ár, hvað myndir þú gera öðruvísi í þínu lífi?

3. Hefur þú verið vinur vina þinna á sama hátt og þú vilt að vinir þínir eru gagnvart þér?

4. Ef þú vissir að allir sem þú þekkir myndu deyja á morgun hvern myndir þú heimsækja í dag?

5. Á hverju augnabliki er verið að taka ákvarðanir. Spurningin er: ert þú að taka þínar ákvarðanir sjálf/ur eða ertu að leyfa öðrum að taka ákvarðanir fyrir þig?

6. Ef þú ættir óþrjótandi magn af peningum en þyrftir samt að vinna, hvað myndir þú velja þér að gera?

7. Ef þú stæðir við hliðið að himnaríki og Guð myndi spyrja þig: „af hverju á ég að hleypa þér inn?“, hverju myndir þú svara?

8. Hvaða litla hlut getur þú gert núna sem gerir dag einhvers annars aðeins betri?

9. Hver er munurinn á því að lifa og vera til?

10. Hvort er mikilvægara að elska eða vera elskaður?

SHARE