13 ára stúlka send heim úr skólanum vegna þess að pilsið hennar var talið of þröngt – Eru bretar alveg að missa það?

Ekkert rugl í breskum skólum! Hún var send heim af því að pilsið hennar var of þröngt. 

Holly-Mae Donaldson, 13 ára nemandi við All Saints Academy í Cheltenham, Gloucestershire, var send heim fyrsta skóladaginn af því að pilsið hennar var ekki í samræmi við reglur um skólabúninginn.

Pilsið sem ekki var talið vera of stutt var dæmt óásættanlegt af því það er úr teygjuefni. Í reglunum  segir skýrt og greinilega að pilsið verði að ná niður á hné, ekki megi vera klauf eða felling á því og það megi ekki vera úr teygjanlegu efni.

Holly-Mae segir að skólayfirvöld leggi sig í einelti því að aðrar stúlkur séu í sams konar pilsum og hún og hafi ekki verið refsað fyrir það. Henni finnst þetta ömurlegt. Þau eru að fjasa yfir efninu í pilsinu mínu og það hefur varla áhrif á nám mitt, segir hún „Kennararnir leggja mig í einelti og við erum bara búin að vera einn dag í skólanum. Það er ekki verið að hóta öðrum stelpum sem eru í eins pilsum að þær verði reknar heim eða settar í einangrun“, segir hún.

Hún segir að henni hafi liðið vel og þótt gaman að vera í skólanum en þegar leið á síðasta skólaár var eins og kennararnir hugsuðu mest um skólabúningana.

Móðir hennar, Diane Donaldson sagði að sér þætti þessi ákvörðun alveg ótrúleg og að það  væri ekki auðvelt að finna pils sem stæðist reglurnar.

Í fyrra mátti hún ekki vera í buxunum sem hún var þá í en nú var hringt frá skólanum og sagt að hún mætti koma aftur ef hún væri í þeim!  „Er þetta nokkuð tvískinnungur?? Ég skil þetta ekki“, sagði hún.

Hvaða rugl er nú þetta, er ekki bara fínt að við séum ekki með þessar reglur hér á landi?

SHARE