14 bestu fæðutegundirnar til að borða í morgunmat

Þú getur verið viss um að þessar fæðutegundir fylla þig af góðri næringu og þeirri orku sem þú þarft inn í daginn.

Hafrar – Á sumum boxum sem innihalda hafra þá er búið að breyta innsiglinu á pökkunum þannig að það er hjarta. Þetta var gert vegna þess að hafrar innihalda beta-glúka en það er tegund trefja sem lækkar kólestrólið ef þeirra er neytt reglulega. Viltu aðra ástæðu til að fíla hafra? Ok, þeir eru fullir af omega-3, fólinsýrum og kalíum.

aa

Grísk jógúrt – Þessi jógúrt er hlaðin kalki og próteini, næstum helmingi meira en í venjulegri jógúrt.

ss

Greipávöxtur – Ertu að hugsa um að missa nokkur kíló? Samkvæmt rannsóknum þá getur það að borða hálft greip fyrir hverja máltíð getur hjálpað þér að ná þessum kílóum af þér fyrr en ella. Greip hefur afar góð áhrif á blóðsykurinn og hefur verið kallaður „fitubrennsluávöxturinn“.

ss

Bananar – Það er ekkert eins gott og að fá sér banana í morgunmat. Einnig er afar gott að skera hann niður í hafragrautinn. Það ættu allir að vita í dag að bananar eru ríkir af kalíum en það virkar vel á blóðið og einnig gott fyrir þá sem þjást af of háum blóðþrýstingi.

s

Möndlusmjör – Borðar þú ekki egg eða mjólkurvörur? Möndlusmjör er frábært til að ná í góðan skammt af próteini og einnig er það ríkt af einómettuðum fitum, þessum góðu sko.

s

Vatnsmelóna – Eins og nafnið gefur til kynna að þá er vatnsmelónan tilvalin til að dúndra vökva í líkamann á morgnana. En það sem sennilega færri vita er að vatnsmelónan er rík af lýkófeni, næringarefni sem finnst í rauðum ávöxtum og grænmeti og er þetta efni afar mikilvægt fyrir sjónina, hjartað og fyrirbyggjandi gegn krabbameini.

ss

Bláber – Fersk eða frosin, þessi súperávöxtur er pakkaður af andoxunarefnum. Rannsóknir sýna að ef þú neytir bláberja reglulega þá geti það bætt minnið til muna, einnig hreyfigetu og efnaskiptin í líkamanum. Þau eru líka lág í kaloríum.

cc

Jarðaberin – Ber eru kölluð súperfæði því þau eru svo há í andoxunarefnum en lág í kaloríum. Einn bolli af jarðaberjum inniheldur fullan RDS af C-vítamíni, fólínsýru og trefjum.

cc

Kaffi – Expresso skotið vekur þig ekki bara. Að drekka kaffi getur lækkað líkur á nokkrum sjúkdómum, má nefna sykursýki og krabbameini í blöðruhálskirtli. Einnig hefur kaffi verið tengt við langlífi. Reyndu að drekka kaffið svart, þannig er það hollast.

cc

Te – Ekki kaffi manneskja? Te er með ansi góð meðmæli þegar kemur að heilsunni. Te er lægra í koffeini, það gefur líkamanum meiri vökva og það er ríkt af andoxunarefnum sem efla ónæmiskerfið.

c

Cantaloupe – appelsínugula melónan – Allir ávextir eru góð viðbót við morgunverðinn. ¼ af þessari melónu inniheldur ekki nema 50 kaloríur og fullan RDS af bæði C og A-vítamínum. En þau eru mikilvæg fyrir húðina.

xx

Kiwi – Þessi litli loðni ávöxtur inniheldur 65 mg af C-vítamíni, það er næstum eins mikið og í appelsínu. Kiwi er einnig ríkt af kalíum, kopar og trefjum. Þeir sem eiga við hægðartregðu að stríða ættu að borða tvö kiwi á dag í einn mánuð og tregðan hætti að vera komin í lag.

x

Morgunkorn – Það getur verið flókið að velja morgunkorn, tegundirnar í hillunum eru of margar. Reyndu að velja eitthvað sem inniheldur um 5 gr af trefjum og minna en 5 gr af sykri. Bestu morgunkornin eru auðvitað þessi sem eru grófust (whole-wheat).

z

Gróft brauð (whole-wheat) – Það þurfa allir kolvetni en þú getur valið hverskonar kolvetni þú lætur ofan í þig. Það er einföld regla sem má fylgja og það er að velja brauð bakað úr grófu korni.

xxx

Heimildir: Health.com

Þýðin Anna Birgis fyrir heilsutorg

SHARE