Gabi Shull er 15 ára ballettdasari frá Missouri í Bandaríkjunum. Það sem er sérstakt við Gabi er að hún missti annan fót sinn fyrir neðan hné þegar hún var aðeins 9 ára gömul úr beinakrabbameini, en dansar ballett sem aldrei fyrr.

Sjá einnig: Hún var með inngróna tánögl sem endaði með aflimun

Krabbameinið kom í ljós fyrir slysni, en Gabi fór í röntgenmyndatöku vegna þess að hún slasaði sig á skautum og kom þá meinið í ljós. Allt leit úr fyrir að hún myndi aldrei geta dansað bellett aftur, en skurðlæknar gerðu allt sem þeir gátu til að gera hana glaða aftur. Læknarnir náðu að festa neðsta hlut fætisins við hné hennar, svo hún gæti verið með gervifót sem passaði fyrir dansinn. Það gerir henni keift að halda áfram að gera það sem hún elskaði mest.

Hún dansar meðal annars ballett, hip hop, jazz, nútímadans og er alþjóðlegur talsaðili fyrir vitundarvakningu um börn með krabbamein, sem kallast The Truth 365.

Ótrúlega mögnuð stelpa.

Sjá einnig: Hafnað af ballettskólum vegna líkamsvaxtar – myndband

 

take-a-look-at-the-amazing-recovery-of-the-15-year-old-amputee-ballerina-who-lost-her-leg-to-cancer-1

take-a-look-at-the-amazing-recovery-of-the-15-year-old-amputee-ballerina-who-lost-her-leg-to-cancer-2

take-a-look-at-the-amazing-recovery-of-the-15-year-old-amputee-ballerina-who-lost-her-leg-to-cancer-3

take-a-look-at-the-amazing-recovery-of-the-15-year-old-amputee-ballerina-who-lost-her-leg-to-cancer-4

SHARE