Billie Eilish hefur sett nýtt met í sögu Grammy verðlaunanna. Hún er aðeins 17 ára gömul og er nú yngsta manneskjan í heimi sem hefur fengið tilnefningu til 6 verðlauna á sömu verðlaunahátíðinni. Hún er, meðal annars, tilnefnd með plötu ársins, lag ársins og besti nýliði ársins.

Sjá einnig: Hann er flottur söngvari… já og söngkona líka

Plata Billie, „When We Fall Asleep, Where Do We Go?”, var gefin út í mars og fór beint á topplista Billboard í apríl. Lagið hennar, „Bad Guy“, sem svo margir þekkja er tilnefnt sem lag ársins.

SHARE