20 reglur til að hafa í huga vegna umgengni við karlmenn

Photo by David Castillo Dominici

Samskipti kynjanna er alltaf eitthvað sem hægt er að ræða og reyna að kryfja til mergjar, með litlum eða engum árangri. Karlar og konur eru vissulega mjög ólík og mér verður það sífellt meira ljóst, með hverju árinu sem líður, hversu stórkostlegar andstæður við erum. Til eru margir brandarar um þetta ákveðna málefni og þessi er nokkuð góður.

1. Karlmenn lesa ekki hugsanir. Ótrúlegt en satt. Stundum jafnvel ekki sínar eigin.

2. Lærðu á klósettsetuna. Konur geta líka lyft henni og sett hana niður. Þetta er tiltölulega einföld hreyfing.

3. Grátur jafngildir kúgun.

4. Biddu um það sem þú vilt. Hér er mikilvægt að þú áttir þig á einu. Að gefa eitthvað í skyn virkar ekki. Að gefa eitthvað sterklega í skyn virkar ekki. Að gefa eitthvað svo augljóslega í skyn að langflest húsdýr skilja hvað þú átt við virkar ekki. Segðu það hreint út.

5.  Já og nei eru framúrskarandi góð svör við nær öllum spurningum.

6. Ekki segja okkur frá vandamálum þínum ef þú vilt ekki að við leysum þau. Ef þig skortir samúð og samkennd hringdu í vinkonur þínar. Til þess eru þær. 

7. Hvað sem við kunnum að hafa sagt fyrir 6 mánuðum þá gildir það ekki lengur. Raunar, allt sem við sögðum fyrir viku síðan gildir ekki lengur og ekki hægt því að beita gegn okkur í rifrildum.

8. Ef þú þarft að spyrja hvort þú sért feit í þessum kjól, þá er það líklega vegna þess að þú ert feit í þessum kjól. Ekki hafa fyrir því að spyrja okkur. Og mundu reglu 1, já og nei eru framúrskarandi góð svör við nær öllum spurningum.

9. Ef hægt er að túlka eitthvað sem við segjum á tvo ólíka vegu og önnur túlkunin gerir þig reiða/leiða/særir þig þá áttum við ekki við það heldur hitt.

10. Þú getur annað hvort sagt okkur um að gera eitthvað eða sagt okkur hvernig þú vilt að eitthvað sé gert. Ef þú veist bæði hvað þarf að gera og hvernig, drullastu til að gera það sjálf. Við erum að horfa á leikinn!

11. Hálfleikur er vel til þess fallinn að blaðra um eitthvað sem skiptir engu máli. Hvað sem þú kannt að hafa að segja, hversu mikilvægt sem það kann að vera, þ.e.a.s. ef helvítis börnin standa ekki í ljósum logum, þá getur það beðið þar til í hálfleik.

12. Ingólfur Arnarson þurfti ekki leiðbeiningar til að finna Ísland. Við þurfum heldur ekki að vera sífellt minntir á óbilandi GPS tengingu ykkar við alla helstu gervihnetti.

13. Við sjáum í 16 litum. Skoðaðu grunnlitavalið í Windows. Þannig sjáum við. Gult er gult. Rautt er rautt. Við þekkjum ekki muninn á blárauðum, asúr og grágrænum.

14. Ef við spyrjum hvort eitthvað sé að og þú svarar: „Ekkert!“ þá látum við eins og ekkert sé að. Við vitum reyndar að þú varst að ljúga en það hreinlega tekur því ekki að eltast við þig.

15. Ef þú spyrð spurningar sem þú vilt ekki heyra svar við, búðu þig undir að heyra svar sem þú vilt ekki heyra.

16. Ef við þurfum að fara eitthvað, þá er skiptir okkur ekki öllu máli í hvaða fötum þú ferð. Í alvöru, við kunnum best við þig nakta.

17. Ekki spyrja okkur um hvað við séum að hugsa ef þú hefur ekki áhuga á að ræða gengi Manchester United, Liverpool, dempara á bílum eða stangveiði.

18. Þú átt nóg af fötum.

19. Þú átt nóg af skóm.

20. Já, ég veit að ég fæ að sofa á sófanum í kvöld. En veistu, mér er eiginlega alveg sama. Þetta var sannarlega þess virði.

SHARE