Monthly Archives: July 2014

Það ættu allir að gefa sér tíma í að kúra og knúsast, hér eru 5 góðar ástæður hvers vegna

Næst þegar kærastinn eða kærastan nennir ekki að kúra með þér – hann/hún  segir, það er of heitt, ég þarf mitt pláss, ég er ekki í stuði til að slaka á, þá skaltu sýna honum/henni þessi sönnunargögn. Sérfræðingar vilja meina að það sé meira varið í að kúra en við höldum. Það er nefnilega gott fyrir heilsuna. Ástæða nr.1 : Það...

Fjölskyldan sem gengur alltaf á fjórum fótum

Þessi mynd fjallar um fimm manna fjölskyldu sem öll gengur á 4 fótum. Þau búa í Tyrklandi og eru eina mannfólkið í heiminum, sem vitað er um, að gera þetta. Ótrúlega athyglisverð heimildarmynd. http://youtu.be/Jwiz-yhLpT0

Gífurleg þáttaka í Druslugöngunni – Myndir

Ríflega 11.000 manns tóku þátt í Druslugöngunni í dag, laugardag, sem var gengin að fjórða sinni í Reykjavík og víðar um landið. Var mikið margmenni komið saman á Austurvelli til að hlýða á ræðuhöld og tónlistaratriði, en slagorð göngunnar var „Færum skömmina þangað sem hún á heima“ en markmið göngunnar var einmitt það; að sýna þolendum kynferðisofbeldis stuðning í verki...

Horfst í augu við utangarðsfólk – Portrettmyndir

Utangarðsfólk hefur verið viðfangsefni breska ljósmyndarans Lee Jeffries allt frá árinu 2008 og hefur hann ferðast víða um heiminn og myndað hinn ískalda raunveruleika götunnar. Í þessari myndaseríu einbeitti hann sér að portrettmyndatöku. Eftir að hafa heyrt sögu 18 ára gamallar stúlku sem lá á götunni í svefnpoka í Manchester var ekki aftur snúið fyrir Jeffries og er það hans...

Kári Sverriss leitar að módelum fyrir viðkvæmt málefni

Kári Sverriss ljósmyndari, sem við höfum áður fjallað um og má lesa hér HÉR, hefur verið valinn til að sjá um spennandi góðgerðarverkefni fyrir Skin Care For All  af hinum virta háskóla London College Of Fashion Kári segir að tilgangurinn með verkefninu sé að vekja athygli á fordómum gagnvart þeim sem haldnir eru ýmsum húðkvillum og einnig því að allir einstaklingar eru jafnir,...

Hallærislegar tískubólur sem þarf að sprengja – Myndir

  1. Gegnsæ föt Sérstaklega gegnsæ föt og ekkert undir. Hættu þessari sjálfsblekkingu – þú ert nakin, ekki tískumeðvituð. Nýju fötin keisarans anyone? 2. Göt og rifur Einstaka rifur í gallabuxunum sleppa en þegar það er farið að líta út eins og þú hafir orðið fyrir árás fjallaljóna er of langt gengið. Hentu lörfunum. 3. Of þröngar leggings Þegar leggingsarnar eru svo þröngar að efnið...

Ef gaurar töluðu eins á stefnumótum og þeir gera á Tinder – Myndband

Þetta er hrikalega fyndin pæling. Hvað EF allir gaurar töluðu í alvörunni eins og þeir gera á Tinder? Og öðrum deitsíðum? Létu það út úr sér yfir borðið sem þeir segja á netinu? Hvað ef pikköpp-línur væru í alvörunni svona? Lætur fólk þetta virkilega út úr sér á netinu? Buzzfeed fór á stúfana og kannaði hvernig það kæmi út:

Hryllilega fyndið: Svona hljómar Morgan Freeman á helíum

Morgan Freeman er ekki bara góður leikari. Hann er með stórkostlega rödd. Hann er enn að og orðinn eldgamall en lætur engan bilbug á sér finna. En hvernig hljómar maðurinn á helíum? Jimmy Fallon fékk Freeman í stólinn, rétti honum helíumblöðru og lagði fyrir hann nokkrar spurningar.   Vitleysan í þessum mönnum! 

„Æ, ég nenni ekki út, ætla frekar að vera inni í tölvunni“

Munið þið eftir þegar stórir krakkahópar birtust úti við í leikjum eins og Brennó, Yfir og Fallin spýtan um leið og skóla lauk á vorin? Barnahróp og köll, hlátur og grátur voru jafn öruggur vorboði og lóan eða krían. Allir fóru á þekkt leiksvæði og síðan voru skipulagðir leikir eftir því hve margir voru mættir. Vandamál foreldra í þá...

5 lykilatriði: Svona vilja konur láta gæla við brjóstin á sér

Konubrjóst eru unaðsleg. Þau eru dýrmæt, viðkvæm í meðförum og ein helsta prýði konunnar. Karlmenn elska þau; lítil og stór, bústin og feimnisleg. Konubrjóst koma í öllum gerðum og stærðum, eru síbreytileg, engin tvö eru eins og þau ber að höndla af virðingu, nærgætni og alúð.  Svona í alvöru; ef brjóstgælur eiga að bera tilætlaðan árangur...

Druslugangan gengin í Reykjavík, Akureyri og Vestmannaeyjum!

Hin dásamlega Drusluganga verður farin að fjórða sinni í dag, þann 26 júlí og verður ekki einungis gengið í Reykjavík, heldur einnig á Akureyri og í Vestmannaeyjum í ár.  Druslugangan er orðin að föstum punkti í íslensku samfélagi þar sem að samfélagið rís upp gegn kynferðisofbeldi og stendur upp fyrir þolendum - gegn gerendum. Druslugangan leggur höfuðáherslu á að færa...

15 merki um að þú þurfir að stunda kynlíf – NÚNA!

1. Þú ert búin að gleyma hvernig er að vera æst/ur kynferðislega reactiongifs.com 2. Þú hlærð vandræðalega mikið að grófum bröndurum reactiongifs.com 3. Þú hefur verið að nota kynferðislegu orkuna þína á röngum stöðum reactiongifs.com 4. Þú reynir að fela einmanaleika þinn með því að láta eins og villingur reactiongifs.com 5. Þú gerir þetta á almenningssalernum. Ef þú ert ekki að stunda kynlíf, þá fær enginn að...

Já! Konur halda líka kynlífsbókhald og kunna á töflureikni!

Gleymdu grimmum stöðuuppfærslum og geðvonskufullum augngotum á mannamótum! Töflureiknar eru í TÍSKU og það eru ekki bara karlmenn sem verða fyrir höfnun í rúminu. Konur geta hæglega orðið fórnarlömb kynkaldra eiginmanna líka. Ekki fyrr höfum við birt umfjöllun um örvæntingarfulla eiginmanninn sem skráði niður allar synjanir konu sinnar í töflureikni og sendi henni án frekari málalenginga í tölvupósti, fyrr en...

Britney Spears með tælandi undirfatalínu á markað

Britney Spears situr varla auðum höndum þessa dagana, en dívan tilkynnti nýverið á Twitter að væntanleg undirfatalína færi á markað frá henni í september og íslenskum konum eflaust til ómældrar ánægju verður ekki einungis hægt að líta dýrðina augum á netinu heldur verður línan einnig fáanleg gegnum póstþjónustu. Línan, sem fer á markað þann 9 september og verður fáanleg í...

Bíður enn handaágræðslu í Lyon: „… samkvæmt þessu ætti allt að vera klárt núna í september“

Nú er liðið rúmt ár síðan Guðmundur Felix, sem missti báða handleggi í skæðu vinnuslysi árið 1998, fluttist til Lyon í Frakklandi ásamt foreldrum sínum og yngri dóttur sinni í þeirri von að undirgangast handaágræðslu á báðum höndum en ferlið hefur verið langt og strangt. Guðmundur, sem heldur úti vefsíðunni hendur.is, segir í nýlegri bloggfærslu að kominn sé tími á að...

Talaðu fallega um þann sem þú þolir ekki – Magnað myndband

Elsta trixið í bókinni felur í sér öfuga sálfræði og er stórskemmtilegt. Það felur í sér að tala vel um þann einstakling sem fer hvað mest í taugarnar á þér og felur í sér ákveðna sjálfsheilun, kemur á hugarró og er einkennilega nærandi fyrir sálartetrið.  Enda hermir þjóðsagan að fólk með ólíka persónuleika orki oft eins og segull á hvert...

Slúðurpakki dagsins – Zoe Saldana er ólétt af tvíburum

Hún.is birti í gær frétt um að leikkonan Zoe Saldana væri ólétt af sínu fyrsta barni með eiginmanni sínum Marco Perego en þetta er eitt umtalaðasta umræðuefnið í Hollywood eftir að orðrómurinn barst út. Nýjar heimildar herma þó að Zoe og Marco eigi ekki von á einu barni heldur tveimur. Hjónin eru í skýjunum yfir þessum fréttum en þau...

Krumputeygjur gera öflugt comeback! #scrunchiesofinstagram

Þetta er EKKI djók. Krumputeygjurnar lifa. Og þær eru komnar í tísku aftur. Brúskaðar, litríkar og einkennilega stórar.  Níundi áratugurinn litaðist að mestu af krumputeygjum, sem í fyrstu þóttu dulúðugar, þá kvenlegar og að lokum ómissandi. Því næst pínu hallærislegar og skyndilega hurfu krumputeygjurnar í kjölfarið - jafn skyndilega og þær birtust. Á Instagram er hins vegar að finna alveg ótrúlegan...

9 stjörnupör sem þú vissir ekki af

Vissir þú að Mila Kunis og Macauley Culkin voru par í 8 ár? Eða að Ryan Reynolds og Alanis Morrisette voru saman? Hér eru fleiri pör sem við vissum ekki um http://youtu.be/71hToHN38lw

7 hlutir sem þú munt sjá eftir, eftir 7 ár

Auðvitað vill maður forðast að gera hluti sem maður veit að maður mun sjá eftir. Stundum áttar maður sig ekki endilega á mistökunum þegar þau eru að gerast og stundum áttar maður sig ekki á því hvað mistökin eru stór. Hér eru 7 hlutir sem þú munt sjá eftir eftir 7 ár. 1. Að nota ekki sólarvörn Það er kannski vesen...

Martraðir barna festar á filmu – Myndir

„Dream Collector“ er nafnið á þessari ljósmyndaseríu en hún frá 6. áratugnum og maðurinn sem tók myndirnar heitir Arthur Tress. Myndefnið var byggt á algengum martröðum barna.

Hárbeitt ádeila á hómófóbíu – Myndband

Hin stórglæsilega Ruby Rose, sem er fyrirsæta sem og skífuþeytir er hugmyndasmiðurinn og eini leikandinn í stórbrotinni stuttmynd sem hún sendi frá sér fyrir stuttu. Stuttmyndin, sem felur í sér beinskeytta ádeilu á stöðluð hlutverk kynjanna, er um leið harkaleg ádeila á almenn viðhorf til beggja kynja. Stuttmyndin, sem ber heitið BREAK FREE kom út í síðustu viku og er þróttmikil...

Sendirðu myndir af börnum þínum á netið í gegnum símann? – Þetta er óhuggulegt! – Myndband

Þeir sem eiga börn vita að maður fær aldrei nóg af því að taka af þeim myndir og dást að þeim útí það óendanlega. Ef þú ert hinsvegar að taka myndir á símann þinn og birta þær á netinu þá ættirðu að horfa á þetta myndband. 

Fólk lætur blekkjast af gervi-töframanni! Myndband

Fólk er fáanlegt til að gera ótrúlegustu hluti þegar það er í þeirri trú að það sé að hitta alvöru töframann. Þetta myndband er hrikalega skondið og alveg ótrúlegt að fólk skuli láta hafa sig út í þetta! https://www.youtube.com/watch?v=S1kGK--Dmlw#t=65

50 Shades: Fyrsti trailer kom út í dag!

Hann er kominn. Kvikmyndatrailerinn sem margar ófáar húsmæður hafa beðið óþreyjufullar eftir. Sjálfur Christian Grey, goðum líkum folinn sem tælir saklausa stúlkuna Anastasiu á tálar er kominn ljóslifandi á hvita tjaldið og fyrsta brotið úr sjálfri myndinni, sem sjá má hér að neðan leit dagsins ljós í dag, 24 júlí.   50 Shades verður heimsfrumsýnd á Valentínusardag árið 2015, en myndbrotið...

Uppskriftir

Möndluköku muffins

Eru afar góðar og silkimjúkar, slá alltaf í gegn og koma frá Ragnheiði á Matarlyst

Pavlova með kókosbollu, Dumlesósu og ferskum ávöxtum

Við fjölskyldan erum öll frekar mikið hrifin af pavlovu og yfirleitt ef eitthvað er um að vera mæti ég með pavlovu og...

Ertu oft með útþaninn maga?

Það þekkja það margir að fá útþaninn maga reglulega. Oft má rekja það til lofts en svo eru stundum einhverjar aðrar ástæður...