Monthly Archives: January 2015

Fyrsti „ástarlásinn” hengdur upp í Hallgrímskirkju

Ástfangnir ferðalangar sem riðu djarflega á vaðið og tylltu allra fyrsta ástarlásinum í gluggasyllu Hallgrímskirkjuturns fyrir skemmstu hafa ratað í íslenska fjölmiðla og það ekki af góðu. Það voru blaðamenn Morgunblaðsins sem festu ástarlásinn á filmu og fengu starfsmenn Hallgrímskirkju þá fyrst veður af lásnum gegnum vef mbl.is, en ástarlásinn mun hafa verið tryggilega festur snemma árs 2015 og voru...

Brjóstagjöf: Mögulega það fallegasta í heimi

Ég fæ einhvern undarlegan sæluhroll við að skoða þessar myndir. Þó svo ég hafi aldrei upplifað brjóstagjöf af neinu viti sjálf. Sem vissulega fylgir ákveðin eftirsjá sem erfitt er að hrista af sér. Ég fylltist meira að segja löngun í fleiri börn í eitt augnablik, svona rétt á meðan ég rúllaði yfir myndasafnið í sjötta sinn. En svo tók...

Sannleikurinn um þunglyndi – Myndband

Í þessari heimildarmynd fjallar Stephen Nolan um þunglyndi og hittir fólk sem hefur glímt við þunglyndi og lifað með þennan algenga sjúkdóm. https://www.youtube.com/watch?v=F5YubjEqbZ8&ps=docs&ps=docs&ps=docs&ps=docs&ps=docs   Tengdar greinar:  Matarfíkn veldur vítahring sjálfseyðingarhvatar, skammar og þunglyndis Skammdegisþunglyndi Þjóðarsálin: Í Guðs bænum hjálpaðu þeim sem eru þunglyndir

Falin myndavél: Hundi harðbannað að fara upp í rúm!

Hundurinn þessi hefur ekki leyfi til að fara upp í rúm. Stranglega bannað. Eigandanum rennir þó í grun að ekki sé allt með felldu meðan dýrin eru ein heima og kemur því falinni myndavél fyrir og kveður svo. Grunlaus dýrin horfa á eftir eiganda sínum út um hurðina og svo … og svo … hefjast leikar. Bíddu bara … bíddu...

Skrækróma stóðfolar reyna við konur – á HELÍUM

Aldrei óskað þess að sjóðheitt karlmódel gengi upp að þér á bar og færi með hallærislega „pick-up” línu? Hvaða kona myndi ekki falla fyrir klisjukenndum orðum ef karlmaðurinn væri íklæddur Dolce & Gabbana hátískufatnaði frá toppi til táar OG hefði þegar landað fyrirsætusamningi hjá tískuhúsinu? Hvað ef maðurinn væri mjóróma? Hvað EF karlmennið hefði andað að sér helíum áður en...

Hjartnæmt tónlistarmyndband frá Kanye West: North litla í aðalhlutverki

Kanye West var gestur í þætti Ellen Degeneres í vikunni sem leið. Þar frumsýndi hann meðal annars brot úr sínu nýjasta tónlistarmyndbandi. En lagið  í myndbandinu syngur hann til dóttur sinnar, North West. Ítrekað hefur komið fram í helstu slúðurmiðlum undanfarið að hjónin, Kim og Kanye, leggi nú allt kapp á að búa til systkini handa North litlu West. Vonum...

Mannlausar götur í New York

Það kom snjóstormur í New York borg og öllum var ráðlagt að halda sig innandyra. Ljósmyndarinn Vivienne Gucwa ákvað samt að drífa sig út og ná þessum ótrúlega flottu myndum af nánast mannlausri borginni. Tengdar greinar:  Dýr sem hafa tekið yfir mannlaus hús – Myndir Kona fer með falda myndavél á fóstureyðingastöð í New York Met Gala í New York: Mannlega hliðin í afar forvitnilegu...

People: það er staðfest, Bruce Jenner verður brátt kona

Vangaveltur um það hvað sé í gangi með útlit, raunveruleikastjörnunnar og Ólympíugullhafans Bruce Jenner, hafa verið eitt helsta umfjöllunarefni slúðurmiðla vestanhafs undanfarna mánuði. Slúðurtímaritið People hefur nú fengið staðfestingu frá vini Kardashian fjölskyldunnar að hann sé í raun og veru að undirbúa sig undir það að breyta sér í konu. Þessi vinur fjölskyldunnar vill meina að nú sé Bruce loksins...

DIY: Skreyttu neglurnar með hlébarðamynstri

Hér þarf engin tæki eða tól. Þrjú mismunandi naglalökk og endann á ömmuspennu (þú togar spennuna í sundur og notar kúluna á öðrum endanum). Myndbandið sýnir ítarlega hvernig best er að bera sig að við þessa listsköpun, sem er ótrúlega einföld. Og virkilega skemmtileg. https://www.youtube.com/watch?v=b0Oz6-53eyI&ps=docs&ps=docs&ps=docs&ps=docs Tengdar greinar: Töff naglalist – Myndir Æðislegar neglur Ertu með klofnar neglur? – Góð ráð til naglaumhirðu

Hvort ert þú í góðu eða frábæru sambandi?

Þið ykkar sem eruð í vafa með það í hversu góðu sambandi þið eruð þurfið ekki að örvænta lengur. Tímaritið Cosmopolitan hefur tekið saman nokkra skemmtilega punkta sem ættu að geta sagt þér til um það hvort þú sért í góðu eða frábæru sambandi. Prófið er ekki byggt á margra ára félagsfræðirannsókn og því er ekki hægt að reikna með...

Uppskrift: Gamli góði Langi Jón

Langi Jón er mögulega eitt besta sætmetið undir sólinni. Það er ekki algengt að sjá hann í bakaríum nú til dags. Sem er bæði gott og slæmt. Gott af því ef hann væri auðfáanlegur væri ég uppnefnd Feiti Jón. Mér til mikilla ama komst ég svo nýlega á snoðir um að Langa Jón má auðveldlega útbúa í eigin eldhúsi. Þessi...

Vildu gera allt öðruvísi bumbumyndir

Þau Glódís Tara og Dagur Gunnars eru að fara að eignast sitt fyrsta barn saman nú í febrúar. Fyrir á Glódís einn 4 ára gamlan son. Þau hafa oftast farið ótroðnar slóðir en Dagur er húðflúrari á Bleksmiðjunni. Nýlega létu Glódís og Dagur taka af sér heldur óhefðbundnar myndir og við fengum leyfi til að sýna ykkur þær hér. „Við...

Frá ósætu upp í dísætt

Kolvetni eru mikilvægur hluti af fæðunni. Þau eru nauðsynleg til þess að orkuefnaskipti líkamans gangi eðlilega fyrir sig. Kolvetni eru á ýmsu formi og er þeim oft skipt í flokka eftir stærð, þ.e. einsykrur, tvísykrur og fjölsykrur. Ekki er þó til siðs í daglegu tali að kenna sykur við stærð eða fjölda sykursameinda. Oftar tölum við um sykur eftir því...

Níu leyndarmál sem fæstir karlmenn viðurkenna fyrir konum

Það vildi ég óska að einhver hefði sagt mér hversu einfaldir karlmenn eru í eðli sínu, þegar ég var yngri og enn sannfærð um að karlmenn væru allt öðruvísi úr garði gerðir en konur. Karlmenn eru einfaldir að gerð, en þar með er ekki sagt að strákarnir eigi að vera eins og galopin bók. Fæstir þeirra hneigjast til lyga, þeir...

Fifty Shades of Grey: Sjáðu íbúðina hjá Christian Grey

Ó, boj. Loksins almennilegt innlit í íbúð Christian Grey. Þær eru ófáar stundirnar sem ég hef eytt í að búa til þessa íbúð í huganum. Sjá hann fyrir mér kviknakinn við píanóið. Svo dularfullur. Svo angurvær.  Svo kvalinn. Ó, Christian. https://www.youtube.com/watch?v=LcMpn_0TKtQ#t=46&ps=docs&ps=docs&ps=docs&ps=docs&ps=docs&ps=docs&ps=docs&ps=docs&ps=docs&ps=docs&ps=docs Tengdar greinar: Ný og óséð stikla úr 50 Shades of Grey 20 flottir folar sem gætu tekið við hlutverki Christian Grey Ellen De...

Einhverfum 3 ára dreng misþyrmt af meðferðaraðilum

Caeden Lowe er þriggja ára einhverfur drengur sem hefur, vegna einhverfunnar átt erfitt með öll samskipti og félagsleg tengsl. Foreldrar hans leituðu til Autism Intervention Milwaukee sem hefur sérhæft sig í heimameðferðum fyrir einhverf börn. Foreldrum Caeden fannst ekki neinar framfarir vera að eiga sér stað hjá drengnum og settu því upp falda myndavél til að sjá hvað væri...

Bak við tjöldin: Kyntáknið Colin Farrell fyrir Dolce & Gabbana

Stóðfolinn Colin Farrell fer stórum sem andlit nýrrar herralínu frá Dolce & Gabbana og hefur vakið mikla athygli fyrir þokkafullan sjarma sinn í auglýsingaherferðinni. Jafnvel ekki nema von, maðurinn ilmar bókstaflega af þrótti og stríðnislegri karlmennsku og hafa heimsmiðlarnir háð kapphlaup undanfarna sólarhringa við að birta myndir úr herferðinni - ýmist að tjaldabaki eða opinberar kynningarmyndir af nýja herrailminum, fólki...

10 trix sem auðvelda þér lífið

Nokkuð fróðlegt myndband hérna á ferðinni. Ég hafði til dæmis ekki hugmynd um þetta með bensínlokið. Ég dreg að vísu dæluna bara allan hringinn ef ég gleymi skyndilega hvar bensínlokið er. Og fer með bílinn vitlausu megin. Blessunarlega er Yarisinn minn á stærð við meðalstórt hanskahólf, þannig að það kemur ekki að sök. Ég gæti dansað með dæluna marga...

10 hlutir sem eru óþolandi við að leigja með öðrum

Hver á að fara út með ruslið? Af hverju gengur hún ekki frá eftir sig? Það getur verið alveg óþolandi að búa með vinkonu sinni eða vin. Hefur þú verið í þessum aðstæðum? https://www.youtube.com/watch?v=Ixm4XrglWGs&ps=docs   Tengdar greinar:  Bjarki föndrar skemmtilegt heimilisskraut með konu sinni Álagstímabil í samböndum: Þriðja árs krísa Gerðu eins og ég segi kelling!

Förðun: Iðunn Jónasar förðunarfræðingur kennir Smokey augnförðun

Iðunn Jónasar er ótrúlega hæfileikarík þegar kemur að förðun. Og heldur úti vinsælu bloggi þess efnis. Iðunn er óhrædd við að fara nýjar og frumlegar leiðir - baða sig í bæði glimmeri og litadýrð. Sem ég er afskaplega hrifin af. Í þessu myndbandi kennir hún okkur hins vegar hvernig framkvæma skal klassíska Smokey-förðun, í brúnum litartónum. Virkilega fallegt. Hentar ljómandi vel...

Skápatiltekt: Henda eða halda?

Er ekki gráupplagt að nýta komandi helgi í dálitla tiltekt í fataskápnum? Jú, það hefði ég haldið. Sjálf er ég safnari af verstu gerð - þeirri allra verstu. Sérstaklega þegar kemur að einhverju fatakyns. Ég á mjög erfitt með að losa mig við föt. Ég er alltaf handviss um að einn daginn komi tækifærið til þess að nota þau....

Bjórauglýsing sem mun bræða í þér hjartað

Nýjasta auglýsing bjórframleiðandans Budweiser sem var gerð fyrir íþróttaviðburðinn Ofurskálina eða Super Bowl sem fer fram um helgina er vægt til orða tekin afar krúttleg. Í auglýsingunni fer lítill hvolpur með aðalhlutverkið og það má segja að hann bræði hjartað í áhorfendum. Lagið sem er spilað undir í myndbandinu er lagið I´m Gonna Be (500 Miles) í flutningi Sleeping at...

Hvað finnst honum um ólétta líkamann þinn í raun?

Við sem höfum gengið með barn eða börn vitum að það getur reynt á sjálfstraust kvenna þegar líkaminn tekur svona miklum breytingum á tiltölulega stuttum tíma. Í könnun sem CafeMom kom í ljós að 52% kvenna viðurkenna að þær voru óöruggar með líkama sinn á meðgöngunni. Margar konur sögðust líka velta því fyrir sér hvað maka þeirra finnst um...

Sniðugt með börnunum um helgina: Ristað regnbogabrauð

Það þarf ekki að tjalda miklu til svo hægt sé að eiga ljómandi góða morgunstund með afkvæmum sínum. Flest búum við svo vel að eiga fáeina matarliti, forlátan pensil, mjólk eða vatn. Jú og brauðsneiðar. Þær eru nauðsynlegar í þessar framkvæmdir líka. Setjið mjólk eða vatn í litlar skálar. Örlítinn dropa af matarlit í hverja skál. Nælið ykkur í brauðsneiðar...

Vortískan: Mildir og bjartir litir með æpandi ívafi í fylgihlutum

Pantone, sem er leiðandi í litavali og litaspám í tískuheiminum og leggur þannig línurnar á hverju ári í kjölfar tískuvikna víðsvegar um heim - segir komandi vor litast af svölum og rólyndum blæbrigðum í litavali en að fylgihlutir verði sterkleitir og ábúðarfullir. Skemmtilega einfaldir litatónar einkenndu tískuvikuna sem kynnti inn vortísku ársins 2015 sl. haust, en ríkjandi litir þetta vorið...

Uppskriftir

Möndluköku muffins

Eru afar góðar og silkimjúkar, slá alltaf í gegn og koma frá Ragnheiði á Matarlyst

Pavlova með kókosbollu, Dumlesósu og ferskum ávöxtum

Við fjölskyldan erum öll frekar mikið hrifin af pavlovu og yfirleitt ef eitthvað er um að vera mæti ég með pavlovu og...

Ertu oft með útþaninn maga?

Það þekkja það margir að fá útþaninn maga reglulega. Oft má rekja það til lofts en svo eru stundum einhverjar aðrar ástæður...