Monthly Archives: June 2019

Hjálpum þeim eftir hræðilegt slys

  Ása Ottesen hefur lagt fram ákall um hjálp systur sinni til handar. Myndin hér að ofan er tekin kvöldið fyrir slysið. Hér fyrir neðan má sjá statusinn hennar á facebook... Munum að margt smátt getur gert eitt stórt og það er gott að styðja við náungan. Elsku vinir 💜 Eins og mörg ykkar vitið þá slasaðist elsku systir mín Jóna Elísabet Ottesenalvarlega í umferðarslysi síðastliðinn laugardag,...

Kettir, kúr og kósý á kaffihúsi! – Kattakaffihúsið

Sem foreldrar tveggja barna reynum við Manni minn reglulega að gera okkur glaðan dag og finna spennandi staði fyrir skemmtilegar fjölskyldustundir. Nú er sumarið loksins farið að gera vart við sig og við því farin að fara meira út fyrir póstnúmerið okkar. Við höfum mikið verið að vinna með sundferðir og ferðir í bakarí en þarna fundum við fullkominn...

Barnasáttmálinn í máli og myndum

Undanfarið hefur verið áberandi í fjölmiðlum málefni þar sem réttur barna er hunsaður. Bæði eru það foreldrar og barnavernd sem hafa verið til umræðu sem aðilar sem brjóta á réttindum barna. Þar sem ég hef starfað sem fagaðili með börnum og fullorðnum hefur þetta vakið athygli mína. Ég hef unnið í samstarfi við barnavernd og þar hef ég einungis átt í...

Hafnarfjörður rokkar

Hafnarfjarðarbær leggur mikið uppúr fjölskyldustefnu og nú hefur verið settur upp Ærslabelgur á Víðistaðatúni. Allir krakkar sem hafa gaman af að hoppa geta nú hoppað og skoppað frá klukkan 9 á morgnana til kl 22 á kvöldin. Umgengnisreglur eru á staðnum bæði til leiðsagnar og til að forðast slys. Ég, fyrir mitt leiti, mun klárlega draga ömmusnúðinn minn niðrá Víðistaðatún. Sjá meira: Öryggissokkar á...

Kardimommuhnútar

  Á vefnum allskonar.is má finna alveg frábærar uppskriftir, hér kemur ein frá  Allskonar . Sjúklega girnilegt! Þú getur notað kanil í staðinn fyrir kardimommurnar í þessari uppskrift ef þú vilt hefðbundna kanilsnúða/hnúta. Hnútana er einfalt að hnýta, deigið er smurt og svo brotið í tvennt. Þú skerð svo 1/2 cm ræmur úr deiginu. Hverja ræmu skerðu svo aftur í tvennt eftir ræmunni endilangri, tekur...

Lyfjaskortur á Íslandi

Ég eins og margir aðrir þarf að taka inn ákveðin lyf til að auka lífsgæði mín og heilsu. Ég er heppin ég er ekki á miklum lyfjum en þarf þó lyf vegna þess að ég er með háan blóðþrýsting og til að hjálpa mér í gegnum þetta blessaða breytingaskeið. Undanfarið ár eða svo hef ég ítrekað lent í því að þessi...

Þegar aðrir sjá ramma og mjög einfaldan kertastjaka, þá sé ég allt annað.

Sumir halda ábyggilega að ég hljóti að vera með mjög sérstakar linsur, vegna þess að ég sé mjög oft allt annað en aðrir. Ég meina, hver annar fer inn í Fjölsmiðjuna (sem er búð hérna á Akureyri sem selur notaða hluti), kaupir mjög einfaldan viðarramma og ennþá einfaldari kertastjaka, til þess að sameina þessa hluti í eitthvað ótrúlega flott? Jæja,...

Viltu eignast sjálfvirka ryksugu sem skúrar líka?

Ég viðurkenni það að ég er með örlitla hreingerningaráráttu. Ég elska að hafa hreint í kringum mig og horfa yfir gólfið heima hjá mér og sjá ekki hár og ló og önnur óhreinindi. Við erum nútímafjölskylda. Við vinnum mikið og þegar við eigum frí erum við gjarnan úti á landi eða í útlöndum. Íbúðin okkar er á tveimur hæðum...

Bjartar sumarnætur

Nú erum við á höfuðborgarsvæðinu aldeilis búin að njóta sólar undanfarið og fylla á D vítamínið og hækka gleðistatusinn. Sumir njóta þess að fara í sund, aðrir njóta náttúrunnar og enn aðrir hjóla, líf út um allt sem er svo dásamlegt. Það sem gleður mitt bjarta hjarta eru börnin sem eru úti að leika sér, hoppa á trampólíni, sparka bolta eða...

Barbeque rjómakjúlli

Haldið ykkur fast því þessi kjúlli slær allt út, ég meina það! Uppskrift: 4-6 kjúklingabringur 1 peli rjómi 1 flaska Hunts barbequesósa 1 dós sveppir eða ferskir og léttsteiktir. Aðferð: Bringur settar í eldfast mót og öllu hinu blandað saman og hellt yfir. Eldað í ofni við 180 gráður í ca 30 til 40 mín.   Þessi uppskrift kemur úr bókinni Rögguréttir 2 sem er góðgerðaverkefni.

Uppskriftir

Möndluköku muffins

Eru afar góðar og silkimjúkar, slá alltaf í gegn og koma frá Ragnheiði á Matarlyst

Pavlova með kókosbollu, Dumlesósu og ferskum ávöxtum

Við fjölskyldan erum öll frekar mikið hrifin af pavlovu og yfirleitt ef eitthvað er um að vera mæti ég með pavlovu og...

Ertu oft með útþaninn maga?

Það þekkja það margir að fá útþaninn maga reglulega. Oft má rekja það til lofts en svo eru stundum einhverjar aðrar ástæður...