Lík fimmtán ára stúlku fundið

Fimmtán ára stúlku Kathlynn Shepard sem bjó í  smábænum  Dayton í Iowa var rænt fyrir tveim vikum og nú hefur lík hennar fundist í á sem rennur um héraðið.  Þetta hefur fengið mjög á allt samfélagið og segir fólk að umhverfi þess sé allt annað en var og öryggið horfið.

Fjólubláir  borðar voru bundnir um trjágreinar og blómum raðað meðfram strætum. Víða voru skilti með áletruninni „BIÐJUM FYRIR KATHLYNN“.  Fólk var enn að vona að Kathlynn fyndist lifandi.

En þeir sem hafa rannsakað líkfundinn segja að Kathlynn sé fundin. Henni var rænt 20. maí, síðast liðinn  ásamt 12 ára stúlku sem tókst að flýja frá mannræningjanum.

Yfirvöld sem eru að rannsaka málið telja nokkuð víst að kynferðisglæpamaður að nafni  Michael Klunder, sem raunar hefur nú hengt sig, hafi stöðvað stúlkurnar þegar þær komu út úr skólabílnum og boðið þeim vinnu við að slá bletti. Hann fór með þær í svínabú í nágrenninu og þaðan tókst yngri stúlkunni að sleppa. Hún hljóp fram á bændur sem voru ekki langt frá og hringdu þeir í neyðarlínuna.

Hér er frétt um málið:
[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”Ol14Akl4ALw”]

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here