Ég er alveg einstaklega hrædd við kóngulær (jú það má skrifa kónguló, eins og könguló). Ég þoli ekki að fá þær inn heima hjá mér og ég vil ekki að vefurinn þeirra komi nálægt mér né að þær séu að væflast um og vefa á pallinn hjá mér.

Það væri alveg gaman að búa erlendis og í hlýrra loftslagi, en ég er ekki viss um að þau skordýr sem fylgja þessu heita loftslagi væri eitthvað sem myndi heilla stelpu eins og mig sem bilast og missir allt kúl þegar hún sér eina krabbakónguló á vappi á kalda Íslandi.

Það eru oft skemmtilegar myndir inni á Buzzfeed og mér var bent á þessa myndaseríu, um 29 ástæður þess að það er bilun að fara til Ástralíu. Ég held ég geti verið sammála, eins mikið og mig langar að heimsækja þetta land þá þyrfti ég örugglega að vera á róandi lyfjum allan tímann.

1. Margfætlur sem drepa snáka! Úff 
2. Ávaxtaleðurblökur eða Flying foxes geta borið 2 lífshættulega sjúkdóma en það eru ekki miklar líkur á því að smitast af þeim, beint.
3. Stonefish eða steinfiskur er eitraðasti fiskur í heimi
4. Hann er mjög vel falinn og lítur út fyrir að vera annað hvort steinn eða klettur alsettur kóröllum. Fiskurinn hinsvegar stingur og sprautar eitri sem veldur miklum sársauka og getur leitt til dauða.
5. Þetta lítur alls ekki vel út!
6. Það eru líka til RISAstórir krókódílar í Ástralíu
7. Mole crickets – þessar krybbur eru bara ófrýnilegar
8. Heilu haugarnir af margfætlum
9. Snákar geta komið upp um klósettið!! OJ
10. Blue ringed octopus er eini kolbrabbinn sem getur drepið mannseskjur. Það er ekkert móteitur til við eitrinu frá þessum kolkrabba, sem gerir kolkrabbann að einu hættulegasta dýri Ástralíu.
11. Stóri hvíti hákarlinn er bara að synda við strendur landsins en hann er eitt stærsta rándýr sjávarins.
12. Krókódílarnir klifra inn á lokuð svæði
13. Já og snákarnir koma inn í verslanir eins og ekkert sé sjálfsagðara
14. RISA marglyttur!
15. Svo er ótrúlega mikið af flugum í Ástralíu
16. Risavaxnar eitraðar margfætlur. Þær geta bitið ef þær eru truflaðar en bitið getur valdið miklum sársauka sem getur varað í marga daga
17. Pythons – Slöngur sem borða nánast allt
18. Þessi var það óheppinn að rekast í marglyttu (Box jellyfish)
19. Það eru slöngur útum ALLT
20. Já á flugvélinni líka
21. Þetta er ánamaðkur en hann er ÓTRÚLEGA stór og ógeðslegur
22. Stórir reiðir fuglar sem heita Cassowaries
23. Það eru kóngulær út um allt!!!!
24. Irukandji marglytta. Ein af hættulegustu dýrum Ástralíu og það ekki stærra en nögl á þumalfingri. Hún er þúsund sinnum eitraðri en tarantúla.
25. Skógarmítill getur valdið lömun. Hér er hann áður en hann er búinn að nærast og svo eftir
26. Bjöllur. Allt á kafi í hermannabjöllum.
enhanced-buzz-23356-1395814193-6
27. Enn ein slangan að fá sér að borða, nú er það eðla sem er í matinn.
enhanced-buzz-26509-1393894052-13
28. Haglél í Ástralíu er RISA, kemur sjaldan en hefur gerst!
29. Fata full af kóngulóm sem fannst á tjaldstæði. Nammi!!!

 

SHARE