29 ástæður fyrir því að það er klikkun að fara til Ástralíu

Ég er alveg einstaklega hrædd við kóngulær (jú það má skrifa kónguló, eins og könguló). Ég þoli ekki að fá þær inn heima hjá mér og ég vil ekki að vefurinn þeirra komi nálægt mér né að þær séu að væflast um og vefa á pallinn hjá mér.

Það væri alveg gaman að búa erlendis og í hlýrra loftslagi, en ég er ekki viss um að þau skordýr sem fylgja þessu heita loftslagi væri eitthvað sem myndi heilla stelpu eins og mig sem bilast og missir allt kúl þegar hún sér eina krabbakónguló á vappi á kalda Íslandi.

Það eru oft skemmtilegar myndir inni á Buzzfeed og mér var bent á þessa myndaseríu, um 29 ástæður þess að það er bilun að fara til Ástralíu. Ég held ég geti verið sammála, eins mikið og mig langar að heimsækja þetta land þá þyrfti ég örugglega að vera á róandi lyfjum allan tímann.

Sjá einnig:

SHARE