3 atriði sem geta hjálpað þér að losna við kvíða

Hvort sem þú þjáist að tímabundnum kvíða, kvíða tengdum aðstæðum þínum eða langvarandi kvíða, þá veistu kannski að líðanin sem fylgir því getur verið lamandi. Fyrir suma stjórnar kvíðinn algjörlega lífi þeirra.

Það er þó möguleiki fyrir þig að ná að hemja kvíðann þinn og hér eru nokkur ráð sem gætu komið sér vel.

Sjá einnig: Kvíði í myndum – „Maður tekur varla eftir þessu“

k

1. Einbeittu þér að einhverju öðru

Ein af auðveldustu aðferðunum til að losa sig við kvíðann, er að finna sér eitthvað annað að gera eða hugsa um. Auðvitað hljómar þetta eins og það sé ekki auðvelt, en það getur verið það. Þú getur til dæmis ákveðið að ganga í burtu frá kvíðavaldinum í stutta stund, hvort sem það þýðir að fara í stutta göngu, horfa á YouTube myndband eða bara hvað sem er sem dreifir athygli þinni. Það getur bjargað heilanum frá þeirri kvíðaflækju sem þú ert orðin/n.

Sjá einnig: Hvernig lýsir félagslegur kvíði sér?

2. Ekki skilgreina þig

Það er munur á milli þess að vera meðvitaður um kvíða sinn og að vera búin/n að greina sjálfan sig sem kvíðasjúkling. Það þýðir ekki að þú sért of kvíðinn við það eitt að vera með álagseinkenni vegna aðstæðna þinna. Það þýðir bara að þú ert í aðstæðum í lífi þínu sem eru að hafa sterk áhrif á þig. Það versta sem fólk getur gert í þeim aðstæðum er að skilgreina sjálft sig sem eitthvað, kvíðaveikt eða eitthvað þvíumlíkt. Ef þú sannfærir sjálfa/n þig um að þú ert “kvíðasjúklingur”, þá eru stórar líkur á því að þú munir verða enn meira kvíðinn. Vertu raunsæ/r við sjálfa/n þig. Minntu þig á að við eigum öll okkar erfiðleika og þetta getur verið eitt af þeim.

3. Komdu þér út úr þínu eigin höfði

Fyrir langvarandi kvíða. Það er mjög mikilvægt að þú komist út úr þínu eigin höfði. Farðu út að labba, farðu í ferðalag, finndu leið til að komast frá því sem er að valda þér álagi. Fyrir suma getur hugleiðsla gert undur, en fyrir aðra getur hugleiðslan orðið til þess að þú einblínir of mikið á vandamálin sem valda kvíðanum. Ein góð aðferð við að losna við kvíða getur líka verið að koma þér í aðstæður sem eru þitt hjartans mál, eins og til dæmis sjálfboðaliðastörf eða einhverskonar leiðbeinendastöðu. Það getur gefið þér eitthvað til að vera stolt/ur af og gefur þér færi á því að komast í burtu frá því sem veldur þér vanlíðan.

Sjá einnig: Getur verið eitthvað jákvætt við að vera með kvíða?

Í mörgum tilfellum getum við spornað við því að hugur okkar nái að hertaka líkama okkar og sál. Vertu þinn eigins herra og farðu vel með þig.

SHARE