Kínverskur 59 ára maður var mjög reglulega með höfuðverki í um 30 ár þegar upp komst hvað olli þessum svakalegu kvölum. Maðurinn, sem heitir Zhang, hefur þjáðst af höfuðverkjum og meira að segja fengið allskonar kippi líka, í höndum og fótum. Hann froðufelldi og missti jafnvel meðvitund. Fjölskylda Zhang fór með hann til læknis og þá var hann greindur með flogaveiki og honum gefin flogaveikislyf.

Sjá einnig: Ertu með hringorm í húðinni?

Þó Zhang hafi tekið lyfin í um 30 ár hefur hann ekki verið laus við höfuðverkina og hefur hann misst meðvitund reglulega líka. Það var svo bara í seinasta mánuði sem Zhang komst að því að öll þessi einkenni voru vegna orms sem hafði tekið sér bólfestu í heila hans.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here