Samkvæmt rannsókn sem gerð var í Bretlandi, þá eru um 60% fólks sem vaknar í vondu skapi eftir slæman draum og oft beinist pirringurinn að þeim sem draumurinn var um. Kannski hefur þig dreymt að maki þinn hafi haldið framhjá og þú ræður varla við þig að vera reið/ur út í maka þinn sem liggur sofandi við hliðina á þér.

Rannsóknin sýnir að draumar okkar hafa mikil áhrif á skap okkar daginn eftir. Manneskjan vaknar kannski ringluð og fúl útaf einhverjum draum en það besta er bara að hrissta þessa tilfinningu af sér og gera það besta úr deginum.

Á síðunni Thefrisky.com var fjallað um algengar martraðir eða slæma drauma sem geta haft áhrif á okkur daginn eftir og hvað þeir geta mögulega táknað.

1. Maki þinn heldur framhjá eða hættir með þér.

Þú sem hélst að allt væri í lagi hjá ykkur og svo tekur maki þinn upp á því að halda framhjá þér með fyrrverandi kærustu/kærasta, eða einhverjum öðrum, og ákveður að segja þér frá því. Eins og þetta sé ekki nógu slæmt þá ákveður hann í draumnum að vera með hinum aðilanum og helst að flytja til annars lands með henni/honum en vill að þið séuð samt vinir. Þegar vekjaraklukkan hringir svo finnurðu fyrir létti en ert samt frekar reið/reiður yfir þessu öllu og kann að bitna á maka þínum, sem að sjálfsögðu á ekki að gerast.

Ef sambandið stendur á brauðfótum getur verið að þessi draumur komi til af ótta sem býr innra með þér. Yfirleitt koma þessir draumar samt þegar allt leikur í lyndi og þið hafið sjaldan verið jafn hamingjusöm. Draumurinn gæti komið vegna þess að þú óttast það að vera á einhverjum tímapunkti yfirgefin/n og táknar frekar óöryggi og kvíða hjá þér sjálfri/um.

2. Einhver sem þér þykir vænt um deyr. 

Það getur verið alveg ofboðslega sárt að dreyma að einhver náin manni deyr. Þú vaknar upp og hugsar með þér að þú skulir aldrei taka þessa manneskju sem gefinn hlut. Ef þig dreymir eitthvað þessu líkt táknar það örugglega að þú hafir einhverjar áhyggjur af heilsu viðkomandi. Það getur líka verið að, á milli þín og þessarar manneskju séu einhver ókláruð mál sem þarf að leysa úr. Lykillinn í þessu er fyrirgefning. 

3. Þú lendir í rosalegu rifrildi

Þú lendir í einhverjum hrikalegum útistöðum við einhvern nákomin/n þér og vaknar þreyttari en þegar þú fórst að sofa. Þetta getur komið í kjölfarið á því að þú hafir reiðst þessari manneskju en hafir ekkert gert í því. Þetta hefur verið í undirmeðvitundinni og kemur svo út í draumi.

4. Maki þinn er ekki sá/sú sem þú hélst hann/hún væri

Þú er kannski í rúminu með kærastanum/kærustunni og allt í einu breytist manneskjan í Ellen DeGeneres eða einhvern álíka. Hvað er í gangi? Þú vaknar upp og skilur ekki hvaðan þessi draumur kom eiginlega. Þetta getur táknað eitthvað vantraust af þinni hálfu til maka þíns. Í stað þess að láta þetta auka undir vantraustið, reyndu þá að komast að því hjá þér sjálfum/sjálfri hvað það er sem veldur vantraustinu.

SHARE