Jackie Oakes er 43 ára gömul og fimm barna móðir. Thesun tók viðtal við konuna en hún vill sofa hjá yngri mönnum og þeir eiga helst að vera hreinir sveinar að hennar sögn.
Jackie fer á barina um helgar og finnur sér stráka til að eiga einnar nætur gaman með. Hún segir að karlmenn sem eru yfir 29 ára aldri séu of gamlir fyrir hana og segist hafa sofið hjá 18 ára karlmönnum. Hún segir að kynlífið sé best þegar karlmennirnir eru hreinir sveinar.
Jackie hefur ekki alltaf stundað einnar nætur gaman að staðaldri en hún var gift í mörg ár. Hún giftist æskuástinni 18 ára gömul og þá höfðu þau aldri verið með annarri manneskju. Eftir 13 ára hjónaband var sambandið orðið líflaust. Jackie byrjaði að fara á bari og kynntist ungum mönnum meðan maðurinn hennar sat fyrir framan sjónvarpið og á endanum ákváðu þau í sameiningu að skilnaður væri eina leiðin.
Fékk sér yngri kærasta
Eftir skilnaðinn byrjaði Jackie með 21 árs gömlum manni og uppgötvaði sjálfa sig með honum. Þau fluttu inn saman og eignuðust 3 börn. Eftir níu ár varð Jackie leið á honum líka, hann vildi ekki lengur fara á djammið og þá áttaði hún sig á því að hann var of gamall fyrir hana svo þau skildu.
Hún var 40 ára en leið eins og hún væri 20 ára
Jackie segir að hún vilji alltaf vera 20 ára og því þykir henni eðliegast að hún deiti menn á þeim aldri. Síðan þá hefur hún einungis sofið hjá mun yngri mönnum
Yngsti elskhugi Jackie er 18 ára gamall eða þremur árum yngri en elsti sonur hennar. Hún segir að með því að sofa hjá yngri mönnum verði hún ung að eilífu!