Atvinnubílstjóri vekur okkur til umhugsunar í umferðinni!

Halldór B. Sverrisson sem er flutningabílstjóri í Reykjavík setti eftirfarandi status á facebooksíðu sína í gærkvöldi sem hann hefur góðfúslega gefið okkur leyfi til að endurbirta:

“Mig langar að vekja athygli á einu smá atriði sem getur orðið alvarlegt mál ef það skyldi gerast en gott fyrir ykkur sem akið um götur borgarinnar að hafa í huga ég vinn á meðalstórum og kemur fyrir stórum flutningarbíl allann daginn út um alla borg og það sem stingur mig mest í umferðini er þegar bílar eru að skjóta sér fyrir framan okkur og snar bremsa niður sérstaklega þegar maður er að koma að ljósum og verður maður að snarbremsa til að lenda ekki aftaná þessu vitleisingum en mjög oft er það sjónin sem maður sér innum afturgluggan á þessum bílum lítill kollur í bílstól í aftursætinu og bílstjórinn í símanum þykir okkur ekki meira vænt um börnin okkar en svo að við getum ekki spáð í hvað við erum að gera í umferðini við sem keyrum þessa stóru bíla erum oft allt að 40 tonn að þingd og náum ekki að stoppa alveg á púnktinum þess vegna reinum við að búa til smá pláss á milli okkar og bílsins fyrir framan okkur en það kemur alltaf einhver sem er að flýta sér og stingur sér á milli og snarbremsar og setur ekki bara okkur í hættu heldur sjálfan sig og glókollinn í bílstólnum í aftursætinu hjá sér í BRÁÐALÍFSHÆTTU þess vegna ættum við að fara að haga okkur betur í umferðini sérstaklega þar sem fer að skella á okkur hálka.ég vona að þettað veki okkur til umhugsunar í umferðini áður en það verður ljótt slys því að fá einn svona fulllestaðan trukk innum afturhlerann á bílnum þínum mun henda honum yfir ljósin á hina bílana og er þá komið ljótt slys.vona að ég móðgi eingann með þessu en ef svo er þar hinn sami pottþétt að hugsa sinn gang í umferðini takk fyrir.”

Við á hun.is tökum undir orð Halldórs og hvetjum alla til að sýna tillitssemi í umferðinni, virða umferðarreglurnar og átta sig á að akstur getur verið dauðans alvara!!!

SHARE