5 ára gömul stúlka bjargar lífi móður sinnar og bróður

Ökumaður kemur auga á blóðuga fimm ára gamla stúlku út í vegkanti. Hjá honum vaknar óhugur þegar hann kemur nær.

Sjá einnig: Þessi kona er hetja – Myndband

Sundkennarinn Angela Shymanski var að keyra heim með börnin sín tvö, Lexi og Peter, þar sem hún dottaði undir stýri. Augu hennar lokuðust í nokkrar sekúndur með þeim afleiðingum að bíll þeirra kastaðist út af veginum og féll niður 12 metra háan klett og endar á tré, þar sem ekki sást í veginn. Lexi vaknar við það að þriggja mánaða gamall bróðir hennar er að öskra en merkilegt þótti að hún var aðeins með nokkrar skrámur. Móðir þeirra er meðvitundarlaus og með brotið bak og litli bróðir hennar fengið höfuðhögg, en Lexi litla ákveður að taka til sinna ráða og reyna að leita hjálpar.

Hún kemur sér út úr bílflakinu og klifrar upp klettinn berfætt eins og hetja og nær að stöðva bilfreið sem átti leið hjá og fyrr en varði var slökkvuliðið á leiðinni. Þegar hjálpin mætir á svæðið átta þeir sig á því að eina leiðin að flakinu er með því að síga niður klettinn og voru mæðginin flutt með þyrlu á næsta sjúkrahús.

Þau voru öll á lífi þökk sé Lexi litlu og finnst móður hennar ótrúlegt að hún skuli hafa komist út úr bílnum, þar sem hún kunni vart á sætisbeltið sitt og er hún ótrúlega stolt af dóttur sinni.

Sjá einnig: Falleg frásögn sem dregur fram tár – Saga

a3

Sjá einnig: Hræðileg bílslys – Myndband

a4

a11

a21

SHARE