5 atriði sem þú VERÐUR að hætta – Farðinn

Það getur reynst erfitt að finna réttan farða fyrir þína húð. Sandy Linter er förðunarfræðingur Hollywood stjarnanna var fengin til að segja Womandailymagazine frá því hvaða mistök konur gera oftast þegar kemur að því að nota farða.

1. Nota nákvæmlega sama litinn

„Margar konur fá sér tón af farða sem er nákvæmlega eins og húðin þeirra á litinn. Það getur orðið til þess að þær verða óánægðar með niðurstöðuna og fundist þær vera sjúskaðar,“ segir Sandy.

Ef þú ert föl, notaðu þá örlítið hlýrri tón svo þú verðir ánægðari með þig og náttúrulegri. Ef þú ert brún, notaðu þá tón sem fer meira út í bleikann.

 

2. Alltof hyljandi hyljari

Ekki nota alltof þykkan hyljara til að fela roða, fínar línur og litamismun á húðinni. Það mun bara draga meiri athygli að þessum hlutum.

„Farði er aðallega til að skerpa á því sem þú ert stolt af og jafna aðeins húðlit þinn,“ segir Sandy.

Notaðu „highlighter“ og „primer“ til að fela fínar línur og litamismun og notaðu ljósan hyljara til að fela dekkri bletti.

 

Sjá einnig: 8 atriði sem þú VERÐUR að hætta – Augnblýanturinn

 

3. Notar ranga týpu af farða

Farðinn þarf að blandast við þinn húðlit þegar þú setur hann á og virka náttúrulegur. Ef þú ert með þurra húð ættir þú að forðast að nota púður því það sest bara í línurnar og svitaholurnar. Ef þú ert með feita húð skaltu forðast að nota fljótandi farða því þú munt líta út fyrir að vera blaut í framan. Kremaðir farðar eru góðir fyrir flestar húðtegundir.

 

4. Heldur að farðinn muni láta þig líta út fyrir að vera eldri

„Farði hefur þetta óorð á sér af því að það eru svo margir sem kunna ekki að nota hann,“ segir Sandy.

Sannleikurinn er sá að réttur farði getur bara gert þig unglegri. Lykillinn er bara að finna rétta farðann og réttu blönduna.

 

Sjá einnig: ,,Eyeliner“ fyrir byrjendur

 

5. Berð allt á þig, allsstaðar

Það er engin þörf á að bera á sig tonni af farða til að vera ómótstæðileg. Berðu þunnt lag af farða á þig áður en þú setur hyljara á þig undir augun og á litamisfellur. Blandaðu hyljaranum með fingrunum til að þetta sé enn náttúrulegra að sjá. Púðraðu svo yfir en aðeins á miðju andlitsins.

 

SHARE