5 frábærir kostir við að fara í kalda sturtu

Fæstum líkar vel við að fara í kalda sturtu en þú vissir kannski ekki að köld sturta er mjög góð fyrir línurnar og heilsuna almennt. Svo næst þegar þú ferð í sturtu skaltu láta kalda vatnið buna, heilsu þinni og útliti í hag.

Sjá einnig: 5 ráð til að vakna betur á köldum morgnum

Hér eru nokkrar ástæður fyrir því hvers vegna köld sturta er góð fyrir þig:

Screen Shot 2015-12-28 at 16.35.37

1. Köld sturta brennir fitu

Það er tvennskonar fita í líkama okkar; Brún fita og hvít fita. Brúna fitan er góð en hvíta fitan er erfiðari viðureignar. Þegar við borðum fleiri hitaeiningar en líkami okkar þarfnast til að virka rétt og líkaminn nær ekki að brenna þeim, fara þær beina leið í fituforðann í hvítu fitunni. Brúna fitan heldur á okkur hita en þegar brúna fitan er kæld, förum við að brenna fleiri hitaeiningum til að halda hita á líkamanum, sem síðan verður til þess að við brennum meiri fitu.

2. Köld sturta eykur athygli og bætir lund

Það þekkja það flestir að vakna myglaður og úrillur á morgnanna. Ef þig vantar að vakna á augabragði, er tilvaldið að skella sér í kalda sturtu áður en þú ferð í vinnuna. Við sturtuna eykst hjartsláttur þinn og blóðið þýtur um æðar þínar og gefur þér þar af leiðandi alla þá orku sem þú þarft inn í daginn.

3. Köld sturta lagar vöðvaeymsli eftir æfingar

Eymsli eftir æfingar eða aðra álíka áreynslu geta horfið eins og dögg fyrir sólu ef þú ferð í kalda sturtu.

Sjá einnig: Harðsperrur – Af hverju er þetta svona vont?

cold-shower

4. Köld sturta getur bætt blóðrásarkerfið og bætt ónæmiskerfið

Sturtan eykur hjartslátt og bætir ónæmiskerfið þitt, ásamt því að bæta blóðrásina og þar með styrkja slagæðarnar og minnka háþrýsting.

Sjá einnig: 7 hlutir sem flýta fyrir öldrun húðarinnar

5. Köld sturta gerir húð þína og hár fallegri

Köld sturta getur hjálpað þér með bóluvandamál þitt. Kalda vatnið minnkar svitaholurnar og hársekkina og kemur í veg fyrir að svitaholurnar stíflist. Að þvo hárið upp úr köldu vatni getur látið hárið þitt verða fallegra, það mun loka hárinu og koma í veg fyrir að óhreinindin komist inn í hársvörð þinn.

SHARE