Vinir eiga að standa við bakið á manni í gegnum súrt og sætt og ef fólk þarf einhverntímann á vini að halda þá er það þegar staðið er í skilnaði.

Hér eru 5 atriði sem vert er að hafa í huga ef vinur eða vinkona er að ganga í gegnum skilnað.

1. Ekki velja þér einhvern til að halda með.

Hvort sem þú kynntist vini/vinkonunni meðan manneskjan var í hjónabandinu eða þið hafið þekkst árum saman, skaltu ekki fara að „halda með“ honum/henni. Þú heldur kannski að þú eigir að gera það en í raun minnkar það líkurnar á því að hjónin skilji sátt og getur hindrað vin/vinkonu þína í taka á sig sinn þátt í skilnaðinum. Forðastu það að dæma. Verum raunsæ, það veit engin hvað gengur á í hjónabandi nema þeir tveir aðilar sem eru í hjónabandinu. Talaðu um það við vin/vinkonu þína í byrjun um það að þú ætlir að reyna að gæta fyllsta hlutleysis.

2. Ekki tala illa um neinn

Jafnvel þó þú haldir að vinur/vinkona þín vilji að þú gerir það þá skaltu ekki tala illa um hinn aðilann í skilnaðinum. Ef kemur til þess að þau hætti svo við að skilja, situr þú uppi með skömmina. Vertu bara til staðar til að hlusta og sína stuðning.

 3. Ekki leika ráðgjafa

Auðvitað áttu að vera til staðar en þú verður líka að setja smá mörk. Ekki t.d. svara í símann kl 3 á nóttunni því ef þú ert ekki lærður ráðgjafi þá geturðu heldur ekki leikið einn slíkann. Hvettu frekar vin/vinkonu þína til að fá aðstoð hjá fagaðilum.

4. Ekki hvetja til stríðs

Ef það eru engar líkur á því að hjónin geti klárað skilnaðinn í góðu þá skaltu samt ekki hvetja vin/vinkonu þína til að reyna að fá sem mest út úr sameiginlegu búi. Ekki skipta þér af því. Ef vinur/vinkona þín er að láta eitthvað af hendi sem þér finnst hann/hún eiga að fá, þá er það ekki þitt vandamál. Ef þú hefur áhyggjur af þessu skaltu frekar spyrja hvort viðkomandi sé búin/n að ráðfæra sig við lögfræðing í sambandi við þetta.

5. Ekki leika lögfræðing

Þó það sé freistandi að veita ráðleggingar um lagalegu hliðina á skilnaðarmálum, skaltu forðast það að leika lögfræðing ef þú ert ekki lögfræðingur. Allar ákvarðanir sem viðkomandi tekur geta haft áhrif á framtíð hans/hennar svo best er að tala við fagfólk um lagalegu hliðina.

 

 

Heimildir: Yourtango.com

SHARE