5 merki þess að þú ert háð/ur sykri

Hvernig getur þú komist að því að þú ert háð/ur sykri og hvernig gætir þú mögulega komist yfir þá fíkn? Hefur þú einhvern tíma velt fyrir þér hvers vegna sykur lætur þig langa til að borða meira? Hefurðu einhvern tíma reynt að minnka sykurinntöku þína og áttað þig á því hversu erfitt það er? Sykur hefur meiri tök á okkur en mörg okkar viljum viðurkenna og eru margir sem eru háðir sykri hreinlega ekki að átta sig á því.

Sjá einnig: Hvort er meira fitandi, sykur eða fita?

Rannsóknir hafa sýnt fram á að bæði sykur og gervisæta hefur sömu áhrif á taugar og hegðun eins og kókaín, sem er eitt af mest ávanabindandi fíkniefnið sem fyrir finnst á þessari jörð.

Vilt þú ganga í skugga um það hvort að þú ert háð/ur sykri?

image-woman-sugar-addiction

Sjá einnig: Sykurlaus rjóma og jarðarberja skyrís

1. Þú borðar meira af sykruðu snarli en þú ætlaðir þér

Hefurðu einhvern tíma bara ætlað að fá þér einn nammibita og endað með því að borða alla skálina? Bara ætlað þér einn bita, en stuttu síðar fer nammið að kalla á þig hástöfum um að fá þér eitt í viðbót? Þú réttlætir átið fyrir þér og lætur það eftir þér, getur ekki stoppað þig.

2. Þú færð löngun í kolvetni, svo sem brauð og pasta

Þetta gæti komið þér á óvart, en það er sannleikur í þessu. Margir sem eru háðir sykri sækjast mjög mikið í kolvetni á borð við brauð, pasta og kartöflur. Ástæðan er sú að eftir að þú ert búin/n að borða kolvetnisríka fæðu, breytir líkaminn því í sykur mjög fljótt og mun þar með fæða líkamann þinn af sykurfíkninni.

3. Þú verðaunar sjálfa/n þig með sætindum

Þú hefur kannski klárað að borða holla máltíð, svo þú veist að það er ekki góð hugmynd um að fá sér eftirrétt. Þú byrjar að réttlæta það fyrir þér að þú meigir fá þér smá bita, þar sem þú hafir verið að borða svo holla máltíð og átt það bara skilið, af því bara. Þú ferð að segja við þig að það er allt í lagi í þetta skiptið. En það er aldrei “bara þetta eina skiptið”.

Sjá einnig: 5 hlutir sem gerast þegar þú hættir að borða sykur

4. Þú hefur reynt að minnka sykurát, en getur það ekki

Þú hefur oft hugsað með þér að hætta að borða sykur og jafnvel reynt af afeitra þig sykri. Þú hefur jafnvel fylgst með öðrum gera það, þig langar að gera það en getur ekki fylgt því almennilega eftir. Það gæti verið skortur á aga, eða kannski er líkaminn þinn sem er ekki að leyfa þér að hætta að borða sykur.

5. Þig langar í nammi í hvert þegar þú ert búin að borða mat

Þegar þú ert búin/ að borða matinn finnur þú fyrir seddu, en allt í einu fer þig að langa til að fá þér smá nammi. Þú lætur verða að því, en það er ekki bara einn daginn sem það gerist, heldur nánast alltaf. Þú hugsar með þér hvaða skaði er í því að fá sér sætindi á hverjum degi – Hugsaðu þig tvisvar um.

sugar_addiction576

Hægt er að tengja sykur við offitu, hár blóðþrýstingur, þunglyndi, höfuðverk og þreytu. Löngun í sykur er einnig ein af ástæðum að fólk á erfitt með að létta sig og bæta heilsu sína.

Ef þú getur tengt við eitthvað af þessum atriðum, þá hefur sykur tök á þér. Sumir kalla það að vera sælkeri eða eitthvað því um líkt, en aðrir kalla það að vera háður sykri eða sykurfíkn. Hvernig getur þú losað þig undan þeirri fíkn? Til að halda heilbrigði þínu, þarft þú að minnka sykurinntöku og hér eru nokkur atriði sem geta hjálpað þér í baráttunni:

Viðurkenndu vandann

Fyrsta skrefið er alltaf að viðurkenna vandann ef hann er til staðar. Þér finnst kannski eins og þú getir tengt þig við einhver af þessum atriðum hér að ofan, en þú þarft samt að viðurkenna það fyrir þér og stöðva slæmu ávanana þína sem láta sykur stjórna þér.

Gerðu plan um að takast á við vandann

Lestu utan um umbúðir og taktu meðvitaðar ákvarðanir um að halda þig frá viðbættum sykri og hægt og bítandi getur það hjálpað þér við að berjast við sykurpúkann. Lærðu að þekkja innihaldslýsingarnar, hvort sem innihaldið er kolvetni eða hreinn hvítur sykur, þá er mikilvægt að vera vakandi.

Heimildir: Lifehack

SHARE