5 ráð til að upplifa hamingju í dag

Hættu að bíða eftir því að hamingjan banki upp á og settu þér markmið um að finna hana á eigin spýtur

Við höfum tilhneigingu til að vera alltaf að bíða eftir því að verða hamingjusöm. Bíða eftir því að hamingjan banki upp á og lífið verði betra. Oft miðum við þetta við ákveðinn árangur í lífinu eða markmið sem við ætlum okkur að ná. Eins og; þegar við klárum námið, fáum draumastarfið, hittum rétta makann og fleira í þeim dúr. Það er hins vegar mun gáfulegra að setja sér markmið um að vera hamingjusamur og reyna að vinna í því á hverjum degi.

 

Hér eru fimm atriði varðandi hugsun og framkomu sem gott er að tileinka sér til að glæða lífið meiri gleði og hamingju.
Heimurinn er vingjarnlegur staður
Upplifðu heiminn sem vingjarnlegan stað en ekki fjandsamlegan. Það er í raun eitthvað sem við sjálf getum ákveðið. Við getum valið að vera pirruð yfir einhverju sem skiptir litlu sem engu máli eða látið það liggja milli hluta. Til dæmis þegar ökumaður svínar fyrir þig í umferðinni, hugsaðu þá með þér að hann sé að drífa sig af ærinni ástæðu frekar en að hann hafi viljandi ætlað að raska ró þinni í morgunumferðinni. Að taka þennan pól í hæðinni dregur úr líkum á því að stress og kvíði læðist aftan að þér.
Vertu þakklátur fyrir þrjá hluti
Taktu ákvörðun um að vera þakklátur fyrir þrjá ákveðna hluti í lífi þínu og skrifaðu það strax niður. Þessi einfalda aðgerð getur lækkað blóðþrýstinginn og dregið úr líkum á einmanaleika.
Vertu góð/ur við þig
Reyndu að vinna gegn neikvæðum hugsunum með jákvæðu hugsunum sem minna þig á kosti þína og hæfileika. Talaðu við sjálfa/n þig eins og þú myndir tala við vin þinn og þér mun líða betur fyrir vikið.

 

Sjá einnig: 9 hlutir sem þú græðir á ferðalögum

Ekki rembast að vera hamingjusöm/samur
Hamingja verður sjálfkrafa til þegar þú ert í góðu jafnvægi, ekki með því að rembast við að brosa. Reyndu frekar að gera eitthvað sem veitir þér gleði heldur en að eltast við tilfinninguna sjálfa.
Fyrirgefðu þín eigin mistök
Það hafa allir gert eitthvað sem þeir sjá eftir í lífinu, en stundum festumst við í sjálfsásökunum. Farðu í huganum yfir nokkur mistök sem þér finnst þú hafa gert í lífinu og taktu ákvörðun um að fyrirgefa þér þau. Þú munt upplifa frelsistilfinningu og mikla hamingjuinnspýtingu.
Ekki rembast
Hamingjan verður ekki til með því að rembast við að brosa. Reyndu frekar að gera eitthvað sem þú veist að gleður þig.

 

Heimildir: Fréttatíminn

 

SHARE