Cropped image of a female controlling breast for cancer, isolated on white background.

Hvað segja geirvörturnar þínar um heilsuna þína? Vissir þú að hún getur sagt til um heilsufarskvilla þína og að einhver breyting á húðinni í kringum geirvörtuna þína getur bent til vandamála? Ef þú tekur eftir einhverri breytingu, skaltu tala við lækni.

Sjá einnig: Af hverju mega geirvörtur kvenna ekki vera sýnilegar

3e508085a7faf6fc7dcf337bef4cc04f

Hér eru 5 atriði sem þú þarft að vita um geirvörturnar þínar:

Það er eðlilegt að fá útferð úr geirvörtunum

Mjólkurkennd, glær eða blágræn útferð getur komið úr geirvörtunum ef hún er kreist. Ef þú tekur eftir blóðugri útferð ættir þú að hafa samband við lækni eins fljótt og auðið er. Blóðug útferð getur verið merki um góðkynja æxli, blöðrur eða brjóstakrabbamein.

Sjá einnig: Eru brjóstin á þér eðlileg?

11

2. Þjálfun getur ert geirvörturnar

Æfingar geta stundum ert geirvörturnar, en ráðið við því er að vera í góðum íþróttatoppi og bera á sig rakagefandi krem. Ef þú ert ekki í þjálfun og þú tekur eftir því að þig klæjar jafnvel í geirvörturnar eða þær verða rauðar og þurrar, farðu til læknis. Það gæti verið merki um Pagetssjúkdóm, sem er sjaldgæft afbrigði af krabbameini sem finnst á geirvörtusvæðinu.

Það gæti líka verð exem, svo ekki örvænta.

Sjá einnig: 10 hlutir sem þú vissir mögulega ekki um geirvörtur

M1220506-Cracked_nipple-SPL-300x199

3. Hár á geirvörtunum er eðlilegt

Litlu ójöfnurnar í kringum geirvörtuna eru hársekkir. Ef þú ert með mikið af óvelkomnum hárum á því svæði, getur þú plokkað eða vaxað þau af. Ef hársekkirnir stækka og þú ferð að finna til í þeim, talaðu við lækni.

nipple-hair

4. Innvaxnar geirvörtur eru ekkert til að hafa áhyggjur af

Talið er að um 15% kvenna eru með innvaxnar geirvörtur. Það er ekki mjög flókin aðgerð að láta laga það, þar sem það er skorinn lítill skurður og þess næst á vef sem er við geirtvörtuna og hún fer meira út.

Inverted-Nipple-Dr-RIzk

5. Þriðja geirvartan er algengari en þú heldur

Hún er ekki alltaf auðsjáanleg og margir halda að hún sé jafnvel húðflipi eða fæðingarblettur, en svo er ekki, því hún er þriðja geirvartan þín. Það er ekkert til að hafa áhyggjur af og alltaf hægt að láta fjarlægja hana ef hún ónáðar þig.

third-nipple

SHARE