5 týpur af mönnum sem þú ættir að forðast

Það er bara stundum betra að halda sig í hæfilegri fjarlægð

 

1. Þessi dómharði

Það er eitt að taka eftir fólki en það er annað að pikka upp galla allra í kringum sig og benda á þá og hæðast að þeim. Þessi týpa sér sérkenni eða eitthvað öðruvísi hjá öðrum og alltaf að tjá sig um það á neikvæðan hátt. Þeir eru ótrúlega yfirborðskenndir og hafa það ekki í sér að reyna einu sinni að kynnast fólki sem er eitthvað örlítið öðruvísi en það sem telst „venjulegt“.

2. Þessi sem veit ALLT

Þeir sem vita allt eru yfirleitt fólk sem maður þarf að takmarka samvistir við. Þú finnur það örugglega fljótlega ef maðurinn sem þú ert að kynnast er þessi týpa, hann fer að leiðrétta þig endalaust og ælir yfir þig allskonar „fróðleik“ sem þig langar kannski ekkert að vita. Með þessu heldur hann að líti út fyrir að vera gáfaður og hann er að reyna að heilla þig en þetta er alls ekki heillandi heldur bara pirrandi.

3. Þessi stjórnsami

Sumar týpur VERÐA bara að stjórna, hvort sem það er að stjórna þér eða bara hverjum sem er í lífi sínu. Hann byrjar lúmskt og rólega í því að láta þig gera hluti fyrir og reynir að sannfæra þig um að þetta sé partur af því að vera í sambandi. Þetta mun verða óþolandi með tímanum og hann þarf að skilja það að þú stjórnar þínu lífi sjálf.

4. Þessi lati

Þessi týpa er oft klæddur í fótboltabol eða hauskúpubol alla daga og liggu í sófanum heima hjá mömmu sinni. Ef einhverra hluta vegna hann villist út úr húsinu og þið hittist, þá kemstu fljótlega að því hvernig týpa hann er. Ef þetta er lata týpan er hann mikill tölvuleikjaspilari eða sjónvarpsglápari og notar orð og slangur sem þú kannast ekkert við. Hann elskar að liggja í sófanum og hefur ekki mikil áform um framtíðina. Ef hann er með vinnu þá finnst honum vinnan vera fyrir honum í þessu annars mjög þægilega lífi.

5. Þessi ofurvæmni

Auðvitað finnst okkur konum gaman að fá blóm, hrós og dekur frá mönnunum okkar annað slagið og þegar tilefni er til, en þetta eins og svo margt annað á það til að fara úr böndunum. Stanslaust skjall og smjaður getur orðið mjög ósannfærandi eftir smá tíma og þó það hljómi vel að fá endalaust gjafir þá verður það á endanum bara vandræðalegt og getur farið að pirra mann, já þannig erum við bara gerða konur. Ef þið trúið því ekki, reynið þetta bara með því að ná ykkur í einn svona sykurpúða.

 

SHARE