Á Háskóladeginum gefst verðandi nemendum og öllum öðrum færi á að kynna sér þær námsleiðir sem kenndar eru í háskólum á Íslandi. Samtals bjóða sjö háskólar landsins upp á fleiri en 500 námsleiðir.

398915_10151285113080672_1117579384_n[5]

 

Heilsuhagfræði, heilbrigðisverkfræði, hestafræði, heimspeki, hagnýt menningarmiðlun, hjúkrunarfræði og hugbúnaðarverkfræði eru dæmi um nokkrar námsleiðir sem byrja á h.

Sagnfræði, skrúðgarðyrkja, stjórnmálafræði, sálfræði, skógrækt, skapandi tónlistarmiðlum, sjúkraþjálfun og sænska eru dæmi um nokkrar aðrar sem byrja á s. Háskóladagurinn er haldinn í tíunda sinn laugardaginn 1. mars 2014 milli klukkan 12 og 16.

Kynningar fara fram í Háskólanum í Reykjavík þar sem HR og Bifröst kynna sínar námsleiðir, Háskóla Íslands þar sem HÍ, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Íslands kynna námsleiðir sínar og Listaháskólanum.

Strætó gengur á milli bygginganna sem allir geta hoppað upp í og komist auðveldlega á milli bygginga sér að kostnaðarlausu.

Facebook-síða Háskóladagsins

SHARE