6 ára drengur frá Colorado var rekinn úr skólanum, í tvo daga, nú á dögunum því hann gerðist svo „djarfur“ að kyssa stúlku í bekknum sínum á höndina og á kinnina og er þetta athæfi hans flokkað sem kynferðisleg áreitni, þar á bæ.

Yfirmenn í skólanum vilja að þetta verði skjalfest í skólagögn drengsins og drengurinn játaði glæp sinn, það að hafa kysst stúlkuna á  höndina í lestrarhóp og fyrir það hafði hann kysst hana á kinnina. „Ég var sendur á skrifstofu skólastjórans og það var alveg sanngjarnt, þar sem ég var að gera eitthvað rangt,“ segir drengurinn í samtali við KRDO. „Mér þykir þetta mjög leitt.

Móðir drengsins er ekki ánægð með hvernig var farið að þessu öllu saman í skólanum: „Ég fór á fund með skólastjóranum og heyrði þá í fyrsta sinn að þetta var kallað „kynferðisleg áreitni“. Mér fannst þetta vera alltof öfgakennt þegar um er að ræða 6 ára gamalt barn. Núna er sonur minn farinn að spyrja mig hvað kynlíf (sexual) sé? Það á bara ekki að gerast þegar maður á 6 ára gamalt barn, að þurfa að ræða þetta.“ 

Þegar drengurinn hafði kysst stúlkuna á kinnina þá var hann sendur heim fyrir að vera að trufla kennsluna og þar sem þetta var endurtekin hegðun hefði verið tekið harðar á þessu í seinna skiptið.

Upprunalega fréttin

 

SHARE