Nýlega féll dómur í máli 6 ára gamallar stúlku sem meinað var að nota snyrtinguna í skólanum sínum í Eagleside, Colorado. Telpan er transgender (hún upplifir sig sem stelpu en er fædd sem drengur). Í dómorðum sagði að hún mætti nota snyrtinguna. Við fjölluðum um málið fyrr á þessu ári, greinina getur þú séð hér.
Samtök transfólks sem hafa höfuðstöðvar í New York ráku málið við skólann fyrir hönd telpunnar, Coy Mathis og foreldra hennar. Málssókn þeirra byggðist á því að skólayfirvöld hefðu brotið mannréttindi.
Foreldrar hennar eru ákaflega glaðir að málinu skuli vera lokið og dóttir þeirra geti aftur sótt skólann.
Mál þetta hófst síðastliðinn desember með því að bréf barst frá skólanum til foreldra Coy og þar var þeim tilkynnt að hún mætti ekki lengur nota klósettið sem stelpurnar notuðu. Héðan í frá ætti hún að nota snyrtinguna hjá hjúkrunarkonunni eða kennarasnyrtinguna. Foreldrar Coy óttuðust að þetta myndi leiða til þess að hún yrði lögð í einelti í skólanum.
Foreldrar hennar tóku hana úr skólanum og henni var kennt heima það sem eftir var skólaársins.
Víða í Bandaríkjunum, m.a. í Colorado er reglan sú að transgender nemendur geta notað snyrtingu þess kyns sem þeir samsama sig. Sextán ríki, þar á meðal Colorado hafa lögtekið fyrirmæli gegn kynþáttamismunun og fyrirskipa vernd transgender fólks.
Coy er þríburi og foreldrar hennar segja að hún hafi mjög snemma farið að sýna áhuga á stelpudóti. Hún var ekki nema 5 mánaða gömul þegar hún eignaði sér bleikt teppi sem Lily, systir hennar átti. Hún hafði engan áhuga fyrir dóti sem strákar léku sér yfirleitt með eða fyrir strákafötum með alls konar myndum af íþróttum, skrímslum og risaeðlum. Hún barðist á móti þegar hún átti að fara út í strákafötum og varð döpur og leið og sagði foreldrum sínum þó ung væri að hún vildi láta lækninn „laga“ sig.
Þeim var sagt að hún ætti í kynáttunarvanda- Ástand sem lýsir sér þannig að sá sem á í vandanum segist vera og finnst hann vera af andstæðu kyni en því sem hann fæddist í. Þau ákváðu að hjálpa Coy að lifa lífinu sem telpa og styðja hana á allan hátt.