7 atriði til að spotta slæmt foreldri 

Flest höfum við heyrt eða sagt að síðasta kynslóð gerði sitt besta sem foreldri en uppeldisaðferðir voru aðrar áður fyrr.

Sem dæmi má nefna að það var í lagi að rassskella börn, láta þau bíta í sápu ef þau bitu og sitja við matarborðið tímunum saman til að klára matinn sinn. Auk þess þótti alls ekki gott að hrósa börnum þar sem þau yrðu þá monntinn og það var þaggað hratt niður í þeim þegar þau voru ánægð með eigin afrek.

Eflaust eru einhverjir af minni kynslóð sem tengja við þetta en svona var þetta bara ekki það að ég ætti slæma foreldra. Þetta voru uppeldisaðferðir þess tíma.

Þar sem ég er menntuð á uppeldissviði þá langaði mig að draga fram 7 Atriði sem eru börnum skaðleg og gætu flokkast undir það að vera slæmt foreldri.

Sjá meira: Gullkorn barnanna

 7 atriði til að spotta slæmt foreldri 

1

Fyrsta  atriðið er vanræksla. Foreldri sem er ekki að sinna barninu sínu líkamlega eða andlega. Þá er átt við foreldri sem er andlega fjarverandi, hlustar ekki á óskir barnsin, gefur barninu ekki tíma, eyðir ekki tíma með barninu sínu og-eða beitir barnið líkamlegu ofbeldi, gefur því ekki góða næringu eða umhirðu.

Atriði eins og að hóta, stýra með augnaráði og annað sem vekur upp ótta hjá barni eru dæmi um andlegt ofbeldi gagnvart barninu og þar af leiðir að það skertir lífsgæði barns og velferð þess er ekki í fyrirrúmi.

Það er skylda allra fullorðina aðila að bregðast við þegar þeir upplifa að barn sé vanrækt, mjög skýrt í barnaverndarlögum.

2

Ofverndun barns er annað atriðið en með ofverndun er þroski barns í hættu á að skaðast og barn fær ekki tækifæri til þess að upplifa það sem það þarf að upplifa. Ofverndun barns getur líka haft skaðlegar afleiðingar á þann veg að skapa kvíða hjá barninu sem er alltaf í mjög verndandi umhverfi en það er líka þekkt að börn sem eru ofvernduð eru líklegri til að gera slæma uppreisn á unglingsárum og þar með fara í sjálfskaðandi hegðun. Sem dæmi áhættuhegðun sem felur í sér eiturlyfjaneyslu og glæpi.

3

Andlegt ofbeldi sem á sér stað með oðum eða látbragði. Andlegt ofbeldi er oft á tíðum verra en líkamlegt þar sem það sest á sjálfið og fylgir einstaklingnum alla tíð og er stundum þess eðlis að það heftir barnið þegar það er orðið  fullorðið.

Líkamlegt ofbeldi er öðrum sýnilegt bæði á meðan á því stendur og sem áverkar á líkama barns. Dæmi um líkamlegt ofbeldi er að slá, rassskella, rífa í hár, hrifsa í barnið, sparka eða annað í þeim dúr.

5

Agaleysi er í raun mjög svipað og afskiptaleysi. Barnið lærir ekki hvað er rétt og hvað er rangt og er svolítið að finna út hlutina án foreldris. Kærleiksríkur agi er öllum börnum nauðsynlegur. Ef barni verður á að gera eitthvað rangt er mikilvægt að taka það afsíðis og ræða málið, útskýra hvað var rangt og af hverju, það er kærleiksríkur agi.

6

Að eiga uppáhaldsbarn í systkinahópnum. Þegar foreldri velur eitt barn umfram annað og það barn fær meiri athygli, fleiri gjafir, betri mat og svo framvegis. Að vera uppáhaldsbarn er skaðlegt fyrir barnið og það brenglar sjálfsmynd þess og kemur í veg fyrir eðlilegan þroska.

7

Að ofdekra barn er mjög skaðlegt fyrir barnið á marga vegu það verður erfitt í umgengni og á því oft erfitt með að eignast vini. Það öðlast ekki verðmætamat þar sem allt kemur til þess án áreynslu og jafnframt ýtir ofdekrun undir markarleysi, frekju og fleiri erfiðar tilfinningar sem og rænir barnið eðlilegum þroska.

Ég trúi því að foreldrar vilji gera allt það besta fyrir barnið sitt og átti sig jafnframt ekki alltaf á því hvað er skaðlegt og ekki skaðlegt.

Sem samfélag minni ég á að við fullorðna fólkið berum ábyrgð sú ábyrgð felst í því að bregðast við ef sýnilegt þykir að barn búi við skaðlegar  aðstæður.

Í barnaverndarlögum má sjá þetta skýrt:

1. kafli barnaverndalaga

1. gr. Réttindi barna og skyldur foreldra.
Börn eiga rétt á vernd og umönnun. Þau skulu njóta réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska.
[Allir sem hafa uppeldi og umönnun barna með höndum skulu sýna þeim virðingu og umhyggju og óheimilt er með öllu að beita börn ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi. Foreldrum ber að sýna börnum sínum umhyggju og nærfærni og gegna forsjár- og uppeldisskyldum við börn sín svo sem best hentar hag og þörfum þeirra. Þeim ber að búa börnum sínum viðunandi uppeldisaðstæður og gæta velfarnaðar þeirra í hvívetna.]

set hér inn link á lögin; www.althingi.is/lagas/nuna/2002080.html

SHARE