7 augljós merki um að það sé verið að ljúga að þér

Lífið er auðveldara þegar allir eru heiðarlegir varðandi ætlanir sínar og tilfinningar, en fólk er bara ekki alltaf að segja satt. Fólk lýgur af allskyns ástæðum og heldur jafnvel að það sé að hlífa einhverjum með lygum sínum.

En það er ekki þeirra að ákveða hvernig sannleikurinn mun leggjast í viðkomandi. Það er mikilvægt að fylgjast með smáu atriðunum, en margir lygarar eru ekki að ljúga að þér, heldur eru þeir þá þegar búnir að sannfæra sjálfan sig og ímynda sé að þau séu að segja sannleikann.

liar

Sjá einnig: Af hverju ljúga karlmenn um óþarfa hluti? – Nokkrar ástæður fyrir lygum karla

Gott getur verið að vera vakandi yfir þeim atriðum sem algengt er að lygarar sýna:

Þau virðast oft vera taugaóstyrk

Þau eru hrædd um að einhver átti sig á bullinu í þeim. Þessi ótti virðist láta þau virðast vera mikið stressuð. Þau gætu líka verið taugaóstyrk vegna þess að þau ímynda sér álit annarra. Þau ljúga til að berjast á móti óttanum og til að hækka álit annarra á sjálfum sér.

Sögurnar passa ekki saman

Sögurnar sem lygarar segja passa ekki alltaf saman. Þau einblína á eitt atriði af sögunni og gera því lítið úr aðalatriðinu.

Þau breyta sögu sinni oft

Þegar þau búa til sögu af atburðum í sérstökum tilgangi og breyta sögunni til að gera söguna nýja og hentugri aðstæðunum. Spurðu spurningar og taktu eftir smáatriðinum og tíðni atburða til að meta trúgildi sögunnar.

Þau tala og tala og tala

Þau eru náttúrulega taugaóstyrk og reyna að beina athygli fólks frá því að horfa of mikið á lygarnar þeirra. Þögnin sem verður stundum í samtölum eru fylltar upp, jafnvel með dæmandi orðum á annað fólk.

Sjá einnig: Lygar sem þú segir þinni/þínum fyrrverandi

Þau breyta umræðuefninu

Þegar lygari hefur spunnið upp ótrúlega sögu um eitthvað, munu þeir reyna að taka athygli þína frá því umræðuefni til að forðast það að þú takir eftir lyginni. Þau munu skipta um umræðuefni oft til að hafa yfirhöndina í samtalinu. Þau forðast umræðuefni sem þau þekkja ekki nóg og reyna að stjórna umræðunum.

Þau eru fljót að fara í vörn

Þau eru með stanslaust samviskubit eða vita af því að þau eru að ljúga. Afleiðingarnar eru að þau eru alltaf í vörn og tilbúin til að takast á við að einhvern sem sér í gegnum lygarnar og fara upp á háu nóturnar.

Þau forðast augnsamband

Það er erfiðara að ljúga að einhverjum þegar þú horfir í augun á þeim og meðan þú talar. Augu sem horfa út um allt á meðan þau tala gefa merki þess að sú manneskja sé ekki að vera alveg heiðarleg. Þú ættir líka að taka eftir órólegri hegðun og þá sérstaklega þegar verið er að tala um viss umræðuefni.

Sjá einnig: Litlar lygar sem allir hafa sagt

Heimildir: higherperspectives

SHARE