Þessi áhugaverði listi var birtur á Huffintonpost á dögunum og máttum við til að deila honum með ykkur. Það er nefninlega ekki alltaf allt sem sýnist.

Það er alveg rétt að hagnaður flestra fyrirtækja er alveg á eðlilegu svæði. Google hagnast t.d. mjög vel á auglýsingum,  Apple fyrirtækið á því að selja síma og snjalltölvur og verslanir eins og Gap á því að selja föt og annan varning.

En öðru hvoru finna fyrirtæki leið til að hagnast á hinn undarlegasta og óvenjulegasta máta. Þetta er vegna þess að samkeppnin er svo mikil að menn verða að finna leiðir til að komast af. Hér eru nokkur dæmi um fyrirtæki í Bandaríkjunum sem hagnast á öðru en við höldum:

1. McDonald’s fær meirihluta tekna sinna af leigusölu en ekki af því að selja mat.

2. Lucas kvikmyndafyrirtækið hefur grætt meira á Star Wars leikföngum en á sjálfum myndunum.

3. Einn öflugast veitingastaður í Bandaríkjunum fékk ¾ tekna sinna 2011 af áfengissölu en ekki af veitingasölu.

4. Bílasölur hagnast oft meira á lánastarfsemi og þjónustu við bílaeigendur en á sölu nýrra bíla.

5. Bensínstöðvar græða meira á að selja mat og ýmiss konar dót en bensín.

6. Fyrirtæki sem framleiða prentara græða oft miklu meira á blekinu en sjálfum prenturunum.

7. LeBron James, Tiger Woods og margir fleiri frægir íþróttamenn fá miklu meiri tekjur af auglýsingum en fyrir það að stunda íþrótt sína.

 

SHARE