Hvort sem þú trúir því eða ekki, þá eru sumar konur þannig að þær vilja ekki eiga börn. Það gerir þær ekkert að verri manneskjum heldur vilja þær kannski bara gera aðra hluti í lífinu. Konur sem vilja ekki eiga börn, geta alveg verið barngóðar og fundist gaman að börnum vina sinna og systkina en vilja ekki endilega eiga sín eigin. Þessi grein var inn á Cosmopolitan: 10 hlutir sem þú átt ekki að segja við konur sem vilja ekki eignast börn
1. „En þú verður miklu hamingjusamari ef þú átt börn“
Það eru engar rannsóknir sem sýna hvort fólk sé hamingjusamara ef það á börn eða ekki. Það sem gerir fólk hamingjusamt er mismunandi og það er til fólk sem er hamingjusamt með að eiga ekki börn og svo er til fólk sem er hamingjusamt með það að eiga börn.
2. „Ég get ekki ímyndað mér að langa ekki í börn“
Nei það eru ekki allir eins
3. „Hvað gerir þú allan daginn“
4. „Hver mun sjá um þig þegar þú verður gamall/gömul?“
Ég verð væntanlega á elliheimili, eins og við öll, eða ég safna öllum peningunum sem ég spara við að eiga EKKI börn og nota þá til að borga fyrir heimahjúkrun.
5. „Börn gefa lífi þínu tilgang“
Nei, börn gefa lífi ÞÍNU tilgang. Margir aðrir hlutir gefa lífi mínu tilgang. Ég vona líka að börnin þín séu ekki það EINA sem gefur lífi þínu tilgang og þar að auki mun enginn muna eftir okkur eftir 300 ár, hvort sem við áttum börn eða ekki.
6. „Hvað hefurðu að tala um við annað fólk“
Við getum talað um ALLT nema fæðingar og uppeldi!
7. „Þú átt eftir að skipta um skoðun“
Kannski mun ég skipta um skoðun, en ég mun pottþétt ekki gera það AF ÞVÍ að þú ert að segja að það muni gerast.