7 húsráð fyrir öll heimili

Við elskum góð húsráð. Maður man þau ekki alltaf á „ögurstundu“ en þess vegna viljum við að þið kíkið á þau reglulega. Þess vegna geymum við öll ráðin á einum stað. 

1. Eldhússprey á glerið í sturtunni

Í stað þess að skrúbba og skrúbba, spreyjaðu þá Pam spreyi (eða öðru sambærilegu) á gler og veggi sturtunnar. Leyfðu því að vera á í 5 mínútur og þurrkaðu af með sápuvatni og þurrkaðu yfir. Olían í spreyinu kemur í veg fyrir uppsöfnunina á sápunni og heldur sturtunni lengur hreinni.

2. Alka-seltzer í niðurfallið

Er vaskurinn hálf stíflaður? Eða baðið? Settu 4 alka-seltzer í niðurfallið og einn bolla af ediki. Leyfðu því að vera í 10 mínútur í niðurfallinu og helltu svo soðnu vatni í niðurfallið. 

3. Óhreinindi í baðinu

Ef það er óhreinindarönd í baðinu þá getur skorið greip til helminga og stráðu salti á það. Bleyttu baðkarið og notaðu greipið sem skrúbb og kreistu safann úr á meðan.

 

4. Sokkar á rimlana

Farðu með hendina inn í gamlan (hreinan) sokk. Dífðu svo hendinni, með sokknum á ofan í blöndu af vatni og ediki (til helminga) og þrífðu á milli rimlanna.

5. Kaffikönnuhreinsun

Ef þú ert kaffimanneskja þá sést það örugglega á kaffikönnunni þinni. Helltu upp á með ediks- og vatnsblöndu. Þegar vatnið er komið í könnuna leyfðu því að standa í klukkustund. Helltu þá aftur upp á með blöndunni. Eftir það ættirðu að hella uppá tvisvar sinnum, bara með vatni. Kaffikannan verður eins og ný.

6. Ryksugaðu æluna

Ef barnið þitt eða einhver annar ælir í sófann eða rúmið sitt, þarftu ekki að örvænta. Gerðu smá deig úr mataróda og vatnið og settu það yfir þann part sem ælt var á. Leyfðu því að vera yfir nótt og ryksugaðu svo upp.

7. Samlokugrillið

Um leið og þú ert búin/n að nota grillið settu þá rakar bréfþurrkur á grillið og lokaðu því þegar þú hefur tekið grillið úr sambandi. Þurrkaðu svo yfir grillið með þurri bréfþurrku.

SHARE